Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 15
Islenskar
getraunir
Knattspyrnufélagið Valur hefur
undanfarin ár aflað þó nokkurra tekna
með sölu á getraunaseðlum. Heldur
hefur salan dregist
saman því að á
árunum 1995-1996
voru tekjur Vals af
getraunasölu rúmar
4.5 milljónir og var
Valur þá lang sölu-
hæsta félagið með um
11% af allri sölu, á árunum 1996-1997
var Valur með rúmar 4,2 milljónir í
tekjur en 1997-1998 féllu tekjurnar
niður í rúmar 1,6 milljónir. A þessum
tölum sést hvaða möguleikar felast í
sölu getraunaseðla með því að hafa
stórtæka tippara eða hópa sem
sameinast um að tippa, hjá félaginu.
Félagið hefur reynt að auka söluna aftur
með ýmsum hætti, t.d. var haustið 1997
settur á stofn Húspottur Vals og Vals-
mönum boðið að gerast fastir áskrif-
endur að pottinum eða bara að koma á
laugardagsmorgnum og kaupa hlut, en
hver hlutur kostar 1000 kr. Þeir sem
voru fastir áskrifendur síðastliðinn
vetur komu út með
hagnaði eftir vet-
urinn, en því mið-
ur eru þeir allt of
fáir, en þeim eru
færðar bestu þakk-
ir fyrir sinn fasta
stuðning. Félagið
hefur auk þess boðið uppá kaffi og
meðlæti á laugardögum en af einhverj-
um ástæðum sjá aðeins fáir Valsmenn
sér fært að koma, tippa og fá sér kaffi.
Þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á fyrstu útgáfu af nýju sölu-
kerfi Islenskra
getrauna og fer
það fram á Inter-
netinu. Þetta kost-
ar það að Valur
þarf að fjárfesta í
nýjum tölvubú-
naði og láta setja
upp ISDN teng-
ingar í félags-
heimilinu. Þetta
nýja kerfi býður
uppá miklu meiri
möguleika t.d.
Lengjan, Euro-
goals og fleira. En
þetta hefur engan
tilgang ef áhugi félagsmanna er ekki
meiri en í dag. Við þurfum að virkja
þessa tekjulind miklu betur, spuming er
hvort opnunartíminn er ekki hentugur,
þarf að vera opið á kvöldin t.d. á
föstudagskvöldum og jafnvel vera með
léttar veitingar til að trekkja menn að?
Við þurfum að
virkja þessa
tekjulind
miklu betur
Fastur kjarni Valsmanna mætir alltaf í tippið á laugar-
dögum en þeir mættu vera miklu fleiri.
Til
heiðurs
sigur-
vegurum
félagsins
Minjanefnd Vals hefur ákveðið að
standa fyrir því að láta útbúa ljós-
myndir af öllum þeim meist-
araflokkum félagsins sem orðið hafa
Islandsmeistarar í sinni grein.
Þetta er metnaðarfullt og ærið starf
því titlarnir eru margir og unnir frá
árinu 1930 til ársins 1998.
Ákveðið hefur verið að samræma
stærð myndanna og hafa þær allar í
eins ramma. Fyrstu sjö myndimar
vom hengdar upp í félagsheimilinu
nú í nóvember en stefnt er að því að
þær verði allar komnar upp á árinu
2000.
Endanleg staðsetning þeirra hefur
ekki verið ákveðin en fyrst um sinn
verða þær í félagsheimilinu nýja.
Árið 2000 er svolítið merkilegt hvað
varðar íslandsmeistaratitla Vals því
þá verða 70 ár frá því félagið varð
fyrst íslandsmeistari í mfl. karla í
knattspymu, 60 ár frá því að hand-
knattleiksmenn urðu fyrst íslands-
meistarar og 20 ár frá því að Valur
varð fyrst Islandsmeistari í körfu-
knattleik.
Valsblaðið 50 ára 15