Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 20
Valur til
framtíðar
\J6/Us4'U>4«'
'íÚaa^óA'
Það er talsverð ögrun að fá tækifæri til
að vinna með jafn fornfrægu íþrótta-
félagi og Knattspyrnufélaginu Val, sem
státar af mörgum glæstum sigrum í
öllum greinum sem það tekur þátt í.
Mér hefur verið trúað fyrir miklu og vil
ég þakka það traust.
Okkur sem störfum við stjóm stórs
félags eins og Knattspyrnufélagsins
Vals verður æ betur ljóst hversu mikil-
væg stefnumarkandi áætlanagerð og
markmiðasetning er í uppbyggingu
starfseminnar, og ekki síst fyrir árangur
í framtíðinni. Að stýra íþróttafélagi er í
raun ekki frábrugðið því að stýra fram-
leiðslufyrirtæki, svo dæmi sé tekið. í
stað markaðs -, framleiðslu - og hönn-
unardeilda, höfum við knattspyrnu -,
handknattleiks - og körfuknattleiks-
deildir, og þar sitja formenn deilda í
stað framkvæmdastjóra. Formennimir
gegna í raun sama hlutverki og hafa
sömu ábyrgð og yfirmenn deilda í
fyrirtæki, þ.e.a.s. þeir skipuleggja rek-
strarumhverfið svo deildimar fái að þrí-
fast og þróast, setja liðsmönnum mark-
mið og reglur, halda uppi aga og sjá til
þess að allir sem að deildinni koma geti
kynnt sér markmiðin og unnið eftir
þeim.
í nútímarekstri eru fyrirtækjum yfirleitt
sett markmið til þess að þau vinni eftir
ákveðinni, skýrt mótaðri stefnu. Þetta
má einnig heimfæra á íþróttafélög og
deildir þeirra. Þessi markmið og stefnu-
mótanir þurfa að vera skrifleg og skýr,
ef þau eiga að koma að gagni. Stefnu-
markandi stjórnun hjá Knattspyrnu-
félaginu Val er í stuttu máli fólgin í því,
að stjórnendur deilda ásamt fram-
kvæmdastjóra marka félaginu ákveðna
framtíðarstefnu, t. d. varðandi uppbyg-
gingu frá yngstu flokkum upp í
meistaraflokka allra deilda, og setja
félaginu skýra stefnu. Síðan þurfa allir
sem koma að deildunum að vinna af
fullum heilindum að því að áætlanir
standist og markmiðin náist. Ég vil því
hvetja alla til þess að kynna sér hvaða
möguleikar eru fólgnir í ákveðinni
markmiðasetningu og stefnumótun, því
að það er að mínu mati lykillinn að
framtíð félagsins og þeim árangri sem
við stefnum að.
A meðal brýnna verkefna er að huga að
því afreksfólki sem við höfum í öllum
flokkum. Ég hef mikinn áhuga á að
koma á sérþjálfun fyrir þessa einstak-
linga þannig að við stuðlum að því að
stjóri Vals
þeir nái hámarksárangri í sínum grein-
um. Hugsanlegt væri að reyna að koma
þessum íþróttamönnum að hjá erlend-
um liðum þar sem aðstæður eru hvað
bestar. Til þess að af því mætti verða
þarf styrki, sem til dæmis væri unnt að
fjármagna með samningum við fyrir-
tæki sem tækju að- sér vera bakhjarl
þessara einstaklinga í ákveðinn tíma.
Meistaraflokkur karla í handknattleik
hefur náð frækilegum árangri undan-
farin ár og verið öðrum í félaginu mikil
hvatning. Það er eitt af verkefnum
okkar að halda þeirri stöðu sem meist-
araflokkur karla í handknattleik hefur
náð og gera enn betur. Og það er verk-
efni okkar að körfuknattleiksdeild og
knattspymudeild komist á ný í fremstu
röð. Ég hvet handknattleiksdeild, körfu-
Hlíðarendi iðar af lífi á sumrin.
20 Valsblaðið 50 ára