Valsblaðið - 01.05.1998, Page 39
Valsmaður
ársins
Yourabikar
Knattspyrnudeild
Jón Grétar Jónsson tekur við Yourabikarnum úr hendi
Helga Benediktssonar.
Youri Ilitschev var einn fremsti
knattspymuþjálfari sem komið hefur
hingað til lands og undir stjóm hans
náði lið Vals einstökum árangri á áttun-
da áratugnum. Yourabikarinn svokall-
aði var gefinn af lærisveinum Youri en
hann er veittur þeim Valsmanni sem
með framkomu sinni og dugnaði verði
félaginu til sóma.
Jón Grétar Jónsson
sem er alinn upp á
Patreksfirði byrjaði
að spila með Val 17
ára gamall og spi-
laði allan sinn
keppnisferil með
Val fyrir utan tvö ár
á Akureyri með
KA. Með KA varð
Jón Grétar íslands-
meistari en Jón
Grétar vann einnig
fjöldann allan af
titlum með Val.
Árið 1985 og 1987
varð Jón Grétar
íslandsmeistari og hann varð bikar-
meistari árin 1988, 1991, 1992.
Við skulum heiðra minningu Youri með
því að vitna í nokkur orð hans sem bir-
tust fyrst í Valsblaðinu árið 1976. „
Mig langar að bera fram nokkrar
óskir til knattspyrnumannana.
Vinir! Breytið afstöðu ykkar til fót-
Bikarinn skal veit-
tur í 10 skipti og
var hann fyrst veit-
tur árið 1988. Þá
hlaut Magni
Blöndal Pétusson
bikarinn. Árið 1997
var bikarinn veittur
í síðasta skipti og
hlaut Jón Grétar
Jónsson heiðurinn.
bolta. Lítið ekki á hann sem skemmt-
un, sem ánægjulegt tómstunda-
gaman. Fótbolti er líka skylda gagn-
vart félaginu, félögunum og með-
haldsmönnum. Til að ná árangri í
þessum leik nú um stundir þarf að
vinna mikið og vel á æfíngum og í
leikjum.
Dr. Youri Ilitchev
Og Youri Ilichev heldur áfram;
„Liðið er ekki summan af per-
sónuleikanum sem því er, heldur ein
heild, sem beint er að einu marki -
sigri. Sigri í hvaða keppni sem er.
Látið ykkur annt um liðið, berið
virðingu hver fyrir öðrum, hjálpið
þeim sem misstígur sig af óvarkárni.
Máttur liðsins er í einingu þess fól-
ginn.
Ef þörf krefur, fórnið stolti ykkar
fyrir einunguna. Fljúgðu hátt og
rösklega, Valur, tákn stolts og sterks
fugls."
Valsblaðið 50 ára 39