Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 7

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 7
Starfið er margt Glœsileg mannvirki að rísa. Ný tengibygging og 1500 manna stúka við nýjan vœnt- anlegan aðalkeppnisvöll að Hlíðarenda. Mynd tekin um miðjan desember 2006. má gleyma Sverri Traustasyni sem enn sinnir húsvarðarstörfum og yngist með hverju árinu sem líður. Öllu þessu fólki eru þökkuð vel unnin störf fyrir Val. Uppbygging að Hiíðarenda Framkvæmdir við ný íþróttamannvirki að Hlíðarenda hófust snemmsumars á síð- asta ári og hafa Valsmenn séð mannvirk- in taka á sig mynd á þeim tíma sem síðan er liðinn. Eru þau stórglæsileg. Ákveðið hefur verið að vígja nýja íþróttahúsið og tengibyggingu á 96 ára afmæli Vals 11. maí nk. og gert er ráð fyrir að afreksmenn og afrekskonur Vals spili fyrir fullri stúku Valsmanna á nýjum aðalkeppnisvelli að Hlíðarenda um mitt næsta sumar. Keppn- isvöllurinn verður vandaðasta mannvirki sinnar tegundar á íslandi. Hann verður upphitaður með vökvunarkerfi og yfir- breiðslu. Þetta kerfi á að auka nýting- arhæfni auk þess að gera kleift að nýta völlinn fyrr á vorin og síðar á haustin en hingað til hefur verið unnt. Nýjar gras- flatir til knattspymuæfinga voru teknar í notkun um mitt síðastliðið sumar en flat- imar samsvara tveimur knattspymuvöll- um í fullri stærð til æfinga og keppni. Þá bætist við einn knattspymuvöllur til við- bótar vestar í mýrinni sem tekinn verður í notkun sumarið 2008. Framkvæmdatími hefur reynst aðeins lengri en menn vonuðust til þannig að iðkendur handknattleiks og körfuknatt- leiks í félaginu hafa áfram þurft að þreyja þorrann í útlegð í Laugardalshöll og íþróttahúsi KHÍ í vetur, en því meiri er tilhlökkunin að njóta þeirrar frábæm aðstöðu sem verður að vemleika að Hlíðarenda á næstu leiktíð og í allri framtíð. Hinn 4. apríl sl. var skrifað undir þrí- hliða samkomulag Reykjavíkurborgar, Vals og Valsmanna hf. um framkvæmdir í Vatnsmýri og jafnframt var skrifað undir samning milli Vals og Reykjavíkurborgar um byggingu knatthúss að Hlíðarenda. Er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að nýju knatthúsi 11. maí nk. Knatthúsið mun liggja samsíða aðalkeppnisvelli félagsins gegnt íþróttahúsinu og stúku þess og verður önnur stúka fyrir keppn- isvöllinn sambyggð knatthúsinu. Verða þá sæti fyrir 3000 manns að Hlíðarenda og völlurinn sannarlega glæsilegasti keppnisvöllur félagsliðs á íslandi í knatt- spymu. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um við knatthúsið ljúki vorið 2008, en það verður með 12 m lofthæð, óhitað og svipaðrar gerðar og knatthús sem nýlega var tekið í notkun á Akranesi. Þegar þessum framkvæmdum verður öllum lokið verður aðstaða að Hlíðarenda til iðkunar knattspyrnu, handknattleiks og körfuknattleiks með því besta sem gerist á Islandi. Undanfarin tvö ár hafa verið erfið fyrir iðkendur, stjómendur félagsins og aðra félagsmenn vegna þess aðstöðu- leysis sem óneitanlega hefur fylgt mikl- um framkvæmdum á félagssvæðinu að Hlíðarenda. En öll él styttir upp um síðir og munu Valsmenn njóta ávaxta þraut- seigju sinnar ríkulega. Hefðbundið starf Frammistaða meistaraflokks kvenna í knattspymu stendur upp úr í afreksstarfi Vals á þessu ári og prýða stúlkurnar for- síðu Valsblaðsins að þessu sinni. Þær urðu íslands- og bikarmeistarar með glæsibrag. Ekki er á neinn hallað þó að nefnd sé frábær frammistaða Mar- grétar Láru Viðarsdóttur sem varð lang- markahæst í úrvalsdeildinni og kórónaði frammistöðu sína með þremur mörkum í úrslitaleik bikarsins gegn Breiðabliki. Að venju var íþróttamaður Vals valinn á gamlársdag. Bjarni Ólafur Eiríksson, bakvörður meistaraflokks karla í knatt- spyrnu, fékk heiðurstitilinn „fþróttamaður Vals árið 2005“ en hann átti frábært keppnistímabil í bikarmeistaraliði Vals. Bjarni Ólafur fór í atvinnumennsku til Silkeborgar í Danmörku fyrir þessa leik- tíð og hefur staðið sig vel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.