Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 8

Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 8
Stoltir félagar í nýju stúkunni að Hlíðarenda með heiðursorðu Vals sem þeir voru sæmdir á afmælishátíðinni 11. maí 2006. Frá vinstri: Reynir Vignir fyrrverandi formaður Vals 1994-2002. Grímur Sæmundsen formaður Vals og Hörður Gunnarsson varaformaöur. Reynir Vignir kvaðst ánægður með að fá þessa viðurkenningu og vera þar með kominn í hóp með mörgum mætum Valsmönnum sem fengið hafa orðuna á undanförnum áratugum fyrir störf sín fyrir félagið. Hann segist að sjálfsögðu verða eins og aðrir í þeim hópi reiðubúinn að vinna næsta verk sem fellur til fyrir Val. Hörður Gunnarsson sagði einnig að það væri sér mikil ánægja og mikill heiður að hafa verið sæmdur heiðursorðu Knattspyrnufélagsins Vals og vera þar með kominn í hóp með bestu og virtustu sonum þessa félags. „Mér þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu sem og aðrar sem félagið hefur sæmt mig á þeim 18 árum sem ég hef setið í stjórnum á vegurn Vals. Það er uppörvun fyrir alla að fá viðurkenn- ingu fyrir störf sín þó það sé í mínu tilfelli ekki takmark eitt og sér. Miklu meira er um vert að geta litiö um öxl og séö aö störfin sem innt liafa verið af hendi fyrir Val hafi kornið félaginu og æsku borgarinnar að einhverjum notum. Eins og gefur að skilja hef ég yfirleitt haft ánægju af stöfum mínum fyrir Val í gegnum árin þó á því hafi verið undantekningar sérstaklega á því tímabili í sögu félagsins þar sem illa gekk innan vallar og fjárhagsstaða okkar var döpur. A því tímabili fannst ntér ekki sæntandi sönnum Valsmanni að gefast upp og hverfa á braut. Síðustu 5 ár eða svo hafa verið mjög spennandi og gefandi t'yrir stjórnendur félagsins enda hefur á þeim tíma verið lagður grunnur að glæstri framtíð og uppbyggingu Vals sem fyrst og síðast byggist á stórhuga framtíðarsýn og breyttri landnýtingu á lóðum félagsins. Valur hefur veitt mér það mikla ánægju í gegnum árin að ntér finnst að félagið eigi vinnuframlag mitt inni. Það er að verða mun erfiðara að fá fólk til starfa í félagsstörfum en ég hvet fólk til að koma og taka þátt í starfi Vals með einhverju móti, því það er víða hægt að bera niður þó að menn sitji ekki í stjórnum. Það eru spennandi tímar framundan og glæsileg aðstaða þannig að allir eiga að geta fengið ánægju út úr störfum innan Vals og í leiðinni er verið að vinna að forvarnarstarfi fyrir æsku borgarinnar og það er ærið verkefni," sagði Hörður. Vorgleði Vals var ekki haldin að þessu sinni vegna aðstöðuleysis og verður ekki heldur í vor. Það er þess meira til- hlökkunarefni að halda hana þegar nýja íþróttahúsið verður komið í notkun. Vorgleðin tókst frábærlega vel í þau tvö skipti sem hún hefur verið haldin og fest- ir sig vonandi í sessi sem ómissandi þátt- ur í félagsstarfinu. 95 ára afmæli Vals var haldið hátíðlegt hinn 11. maí síðastliðinn. Dagurinn hófst að venju með samverustund við styttu séra Friðriks að Hlíðarenda en síðdegis var afmælishóf í veitingasal íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal. Við það tækifæri var hópur Valsmanna sæmdur silfurmerki og gullmerki félagsins auk þess sem þrír Valsmenn voru sæmdir Valsorðunni, en hún er æðsta viðurkenn- ing félagsins utan heiðursfélaganafnbót- ar. Þetta voru þeir Grímur Sæmundsen, formaður Vals, Hörður Gunnarsson, varaformaður Vals og Reynir Vignir fyrr- verandi formaður Vals, en þessir herrar hafa verið í forystu nýrrar uppbygg- 8 Valsblaðið 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.