Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 16

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 16
anum var mjög samheldinn og er enn þá. Við spilum til að mynda enn þá árlegan úrslitaleik við erkifjendur okkar Fram. Þar er ansi gaman að bera saman menn eins og Ola Stefáns og Stefán tenor 20 árum síðar. Þessi hópur skilaði sér líka sterkt upp í meistaraflokk, menn eins og Sveinn Sigfinns, Theodór Vals, Valgarð Thoroddsen, Valur Amarsson og Óskar Bjarni Óskarsson." í einu af gullaldarliöum Vals í handbolta „Það voru miklir snillingar með mér í handboltanum og kannski ekki sann- gjarnt að fara telja upp ákveðin nöfn því liðsheildin var sterk þar sem frábærir leikmenn unnu oft í skugganum af lands- liðshetjum okkar, menn eins og Ingi Rafn Jónsson, Júlíus Gunnarsson, Valur Arnarsson, Axel Stefánsson, Finnur Jóhannsson og Sveinn Sigfinnsson, alveg ótrúlega ósérhlífnir leikmenn sem fengu kannski minni athygli. Ég held að ástæð- an fyrir velgengni hafi verið mikil vinna. Tobbi var með stóran hóp leikmanna sem allir vildu ná langt. Það var mikil sam- keppni á æfingum og oft erfiðari leikir þar en í deildinni. Síðan var góð umgjörð í kringum liðið, Jói Birgis, Boris og fleiri góðir.“ Stærstu stundirnar með Val í handholta Dagur segir að Islandsmeistaratitlamir fimm hafi allir verið sérstakir á sinn hátt. „Arið 1996 var ég fyrirliði og valinn besti leikmaður ársins. Úrslitaleikurinn í troðfullri höll var líka síðasti leikur minn með Val. Síðan vom Evrópuleikir á móti Essen og Barcelona eftirminnilegir og einnig þegar við skelltum meistumm Svía, Drott, eftir að hafa selt heimaleik- inn út. Og svo náttúrulega 4,3 sek. gegn KA 1995... segi ekki meir,“ segir Dagur sposkur á svip. Út í atvinnumennsku 1996 „Ég fór út eftir titilinn 1996 ásamt Óla Stefáns og Viggó Sig. til Wuppertal sem þá var í 2. deild í Þýskalandi. Tvö lið vom að sameinast í borginni og ætluðu sér stóra hluti. Við unnum deildina eftir mikla keppni og spiluðum árið eftir í 1. deild. Liðið var styrkt enn frekar og var Geir Sveinsson einn af þeim sem komu. Wuppertal kom mjög á óvart og endaði í 8. sæti í deildinni sem var frábær árang- ur af liði sem kom upp úr 2. deild. Eftir þetta ár fór Óli til Magdeburg en Valdi Gríms kom til Wuppertal. Mér bauðst á þessum tíma meðal annars að fara til Essen, en lét það vera á síðustu stundu og ákvað að vera áfram í tvö ár í Wup- pertal. Þessi tvö ár voru erfið, ég lenti í meiðslum, Viggó var látinn fara og nýir leikmenn og þjálfarar stóðu ekki undir væntingum. Við börðumst fram til síð- asta leiks og héldum liðinu þó í 1. deild. A þessum tímapunkti var ég örmagna. Hafði lent í fjórum liðþófaaðgerðum, brotið bátsbein og fingur. Læknar liðs- ins höfðu verulega áhyggjur af hnjánum og ég íhugaði að segja þetta gott. Mér bauðst þrátt fyrir allt að vera áfram hjá Wuppertal þar sem ég var nú orðinn fyrirliði, fara til Wallau Massenheim eða skella mér til Japans, sem ég og gerði.“ Mögnuð ár í Japan „Japansárin voru mögnuð, hreint ótrú- leg. Ég æfði vel en við spiluðum ekki nema um 20 leiki á ári. í deildinni voru ekki nema þrjú góð lið en þau voru bara ansi spræk, þarna spiluðu menn eins og Frakkamir Fredrick Volle og Stefan Stocklin, Rússarnir Kudinow og Kulischenko ásamt nokkrum öðrum útlendingum. Þama var ég í þrjú ár og alltaf lentum við í öðm sæti, unnum reyndar bikarkeppnina. Þegar ég átti eitt ár eftir í Japan hafði ég uppsagnarákvæði í samningnum sem ég ákvað að nýta þegar Bregenz bað mig um að þjálfa og spila með liðinu.“ 111 Austurpíkis „Bregenz er með frábærlega vel skipu- lagt starf, frá handboltaakademíu upp í meistaralið sem hefur náð góðum árangri í Evrópukeppni. Ég hef fengið framleng- ingu á feril minn með því að minnka álagið, hef samt æft og spilað mikið síð- ustu þrjú ár. I ár hefur hásinin verið að angra mig og ég hef ekkert getað spilað. Vonandi næ ég að hætta hjá Bregenz eins og ég hætti með Val, fjórir titlar í röð.” Dagur í síðasta leiknum í gamla Vals- heimilinu. Rumlega 290 landsleikip Dagur hefur leikið rúmlega 200 landsleiki fyrir Islands hönd. „Ég kom inn í liðið hjá Þorbergi Aðalsteinssyni árið 1994, spilaði smá rullu á HM 1995 á íslandi, eftir það tók Tobbi Jens. við liðinu og bjó til frábært lið sem toppaði á HM 1997 í Kumamoto í Japan. Þar náðum við 5. sæti, besta árangri sem Island hefur náð á heimsmeistaramóti. Þama voru meðal annarra Geiri, Júlli, Valdi, Duranuna, Gummi Hrafnkels og svo Ripp, Rapp og Rupp eins og ég, Patti og Óli vorum oft kallaðir. Síðan komu nokkur mögur ár, fram að EM 2002 í Svíþjóð, þá var ég orðinn fyrirliði liðsins og við náðum 4. sæti, sem er besti árangur sem ísland hefur náð á Evrópumóti. Gott lið þar sem Fúsi, Guðjón Valur, Rúnar Sigtryggson, Aron Kristjánsson og fleiri voru komnir inn. Síðan vom Ólympíuleikamir 2004 í Aþenu líka eftirminnilegir þrátt fyrir að liðið hafi ekki spilað vel. Maður er búinn að ferðast nokkra kílómetrana og sofa nokkuð margar nætur á hótelum. Mér reiknast til að ég sé búinn að búa með herbergisfélaga mínum Patta í eitt ár samtals á hóteli.” Fæddup fypipliði Dagur segir að góður fyrirliði þurfi að ná til leikmanna og geta hvatt þá áfram, sérstaklega þegar illa gangi. Einnig þurfi hann að vera fyrirmynd í leik, gefa tón- inn og hafa innsæi í það sem þjálfarinn er að reyna að ná fram. „Eitt eftirminni- legasta atvikið utan leikvallar var þegar landsliðsmenn vom orðnir langþreyttir á slöku skipulagi HSI, tryggingamálum, ferðakostnaði og fleiru, þá lenti ég í því að hóta HSI verkfalli fyrir hönd okkar 16 Valsblaðið 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.