Valsblaðið - 01.05.2006, Side 20

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 20
Dreymir um að komast á StÓPfflÓt með kvennalandsliðinu Margrét J.ára 1/iQarsdóttir var valin besti Jeikmaður meistaraflokks kvenna í sumar. Hun er tvitug komin til Þyskalands i atvinnumennsku Margrét Lára Viðarsdóttir hefur und- anfarin tvö ár leikið með meistaraflokki kvenna í knattspymu hjá Val og hefur á þeim tíma þroskast mikið sem leikmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár og leikið í mörg ár í efstu deild hér á landi, fyrst með ÍBV og síðan með Val. Margrét er mikill markaskorari og var nú í sumar langmarkahæsti leikmaður íslandsmóts- ins, skoraði 34 mörk í 13 leikjum. Á lokahófi KSÍ var Margrét síðan kjör- in besti leikmaður Islandsmótsins og er hún svo sannarlega vel að þeim titli komin. Um það kjör hafði Margrét þetta að segja: „Mér leið alveg frábærlega vel og er eiginlega ekki hægt að útskýra það með orðum. Fyrir mér vom þetta laun erfiðisins því ég hef lagt mikið á mig undanfarin ár. Það er auðvelt að vera efnilegur en erfitt að verða bestur. Því var þetta mikill sigur fyrir mig að nú væri ég ekki lengur efnileg heldur góð þótt ég sé aðeins tvítug. Ekki má gleyma því að samherjar mínir og þjálfari eiga stóran hluta í þessum verðlaunum því án þeirra hefði ég aldrei getað unnið þetta,“ segir Margrét af hógværð en ákaflega stolt. Fyrir skömmu gerði Margrét Lára samning við þýska stórliðið FCR Duisburg og er hún þegar farin að æfa og leika með liðinu. Hún lítur á Duisburg sem stökkpall að einhverju enn þá betra, hvort heldur í Þýskalandi, á Norðurlöndunum eða í Bandaríkjunum. „Ég ætla að taka lítil skref í einu því það tekur tíma að sanna sig héma og venjast fótboltanum í Þýskalandi. Þetta er allt Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt forráðamönnum Duisburg í Þýskalandi í október 2006. riM»ui sb0l Vidarsdottir annað en á Islandi og því mun ég gefa mér góðan tíma til að aðlagast. Mig lang- ar að ná enn lengra og ég trúi því að ég geti það," segir Margrét mjög ákveðið og fylgir hverju orði eftir af miklum þunga. Uppalin í Vestmannaeyjum Margréti Láru fannst yndislegt að alast upp í Vestmannaeyjum enda þar mikið lagt upp úr íþróttum. Hún segist hafa verið í handbolta, fótbolta, frjálsum íþróttum og dansi alla sína æsku og þess á milli var hún með vinum sínum á malar- vellinum í fótbolta eða í hverfaleikjum á kvöldin. Einnig þótti henni mjög gaman að fara á hestbak hjá afa sínum. Hún seg- ist eiga frábæra fjölskyldu sem hafi alltaf stutt vel við bakið á sér og hvatt sig og leiðbeint og að hún eigi mikið fjölskyld- unni að þakka. Hún segir einnig að ekki hafi verið erfitt að velja á milli fótbolta og handbolta, en hún var valin í ungl- ingalandsliðið í báðum íþróttagreinum á sínum tíma. „Hver veit nema ég taki fram handboltaskóna seinna," segir Margrét kímin. Fæddist með boltann á tánum „Ég held að ég hafi fæðst með boltann á tánum því ég man ekki eftir mér án bolta. Báðir bræður mínir og pabbi voru í bolt- anum svo að áhuginn kom af sjálfu sér. Ég byrjaði að æfa fimm ára með strákum og ári seinna var ég með stelpunum í 5. flokki því á þessum tíma var ekki 6., 7. eða 8. flokkur. Það var hart barist í fót- bolta í frímínútunum og ég man að strák- arnir létu mig finna vel fyrir því þegar ég sólaði þá,“ segir Margrét. Líf og fjöp á Pæjumótum í Eyjum „Við stelpumar í IBV vomm alltaf mjög sigursælar og unnum öll okkar Pæjumót og fengum mörg einstaklingsverðlaun og Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.