Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 22

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 22
Unpskrift að góðum árangri liosheildar „Ég held að ein helsta ástæðan fyrir frá- bærum árangri Valsliðsins undanfarin ár sé andinn í hópnum. Hann er frábær. Við erum ótrúlega góðar vinkonur og leysum öll vandamal strax í byrjun. Við erum líka vel spilandi lið með frábæra leik- menn. Síðan má ekki gleyma hausnum á liðinu, en það er Beta, hún hefur gert ótrúlega mikið fyrir þennan hóp bæði á æfingum og utan þeirra. Hún er að mínu mati þjálfari á heimsmælikvarða með frábærar æfingar sem skila sér svo sannarlega. Við vorum ekki með bestu leikmennina í öllum stöðum í sumar, en klárlega besta liðið. Leikmenn lögðu hart að sér allt undirbúningstímabilið og upp- skeran var í samræmi við það. Með góðri þjálfun og vilja kláruðum við þetta með stælsegir Margrét ákveðið. Margrét segir að Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari hafi mjög mikinn metnað og gríðarlegan áhuga á starfinu. „Hún leggur mikið upp úr því að hafa félagsleg verk- efni til að þjappa hópnum saman eins og óvissuferðir. Það má segja að Beta sé fótboltagúru, hún er dugleg að finna nýjar æfingar sem auka árangur liðsins. Hún leggur mikið upp úr að hver og einn leikmaður bæti sig til þess að liðið í heild bæti sig líka. Þó að Beta sé frábær liðs- þjálfari þá er hún einnig frábær einstakl- ingsþjálfari. Síðan er hún einstakur kar- akter og skemmtileg og það skiptir miklu máli,“ segir Margrét. Eínilegap stelpur í yngri flokkunum Margrét Lára var aðstoðarþjálfari síð- asta ár hjá sigursælum 4. flokki kvenna hjá Val og hún segist hafa mikinn áhuga á þjálfun. „Mér fannst rosalega gaman að þjálfa stelpurnar í 4. flokki á síðasta tímabili. Þetta eru leikmenn framtíð- arinnar og ef þær halda rétt á spilunum þá geta þær náð langt. Maður hefur hins vegar séð marga leikmenn í yngri flokk- unum detta út á meistaraflokksaldri. Ég veit að það eru margar í þessum hópi sem geta náð langt ef þær hafa metnað og eru tilbúnar að leggja það á sig sem til þarf. Þá geta þær allt,“ segir Margrét sannfærandi. Uppbygging kvennaknattspyrnu Að mati Margrétar er mjög vel staðið að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á fslandi þó að alltaf megi samt gera betur „Eg er ekki í nokkrum vafa um að íslenska kvenna- landsliðið á eftir að komast á stórmót fljótlega, “ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. og að tilkoma allra þessara knattspyrnuhalla breyti miklu og að krakkar geti leikið sér á sparkvöllum allan daginn. „Að mínu mati er mikið lagt upp úr góðum þjálfurum og það skiptir miklu máli. Ég held að það sé ekki mikið gert upp á milli kynjanna í yngri flokkunum. Þegar stúlkur komast á unglingsárin er svo margt annað í boði en fótbolti. Það eru bara ekki allar sem hafa þann metnað sem til þarf. Fótbolti verður lífstíll með aldrinum fyrir þær sem halda áfram. Þegar ég var yngri voru kannski fjögur yfirburðalið. í dag er allt miklu jafnara í yngri flokkunum og fleiri góð lið. Kvennaknattspyrna er ung íþrótt og fólk verður að sýna þolinmæði. Með tilkomu allra þessara góðu þjálfara sem til eru núna og aukinnar samkeppni verða einstaklingarnir betri. Kvennadeildin á eftir að jafnast í náinni framtíð þar sem margir efnilegir leikmenn eru að koma upp sem styrkja liðin. Síðan held ég að fleiri leikmenn ættu að setja stefnuna á að spila erlendis í betri deildum,“ segir Margrét þokkalega sátt með þróun mála. flllt stærra í sniðum hjá Duisburg en á Islandi Margrét er nýflutt til Duisburg og er ánægð með aðstæður þar. „Við byrj- uðum í byrjun nóvember að æfa á gervi- grasi því veturinn kemur í Þýskalandi eins og á íslandi og því er erfitt að æfa á grasi yfir háveturinn. Aðalvöllur okkur er mjög flottur miðað við kvennavelli, góð og stór stúka og völlurinn með fínu grasi. Ahorfendur eru án efa miklu fleiri hérna en heima. Hérna mæta allt að 4000 manns á leik og það er mjög gaman að hafa þennan fjölda enda fótboltinn gríð- arlega vel spilaður hérna. Ég held að munurinn hérna og heima sé mestur sá að hér eru fleiri afgerandi leikmenn í hverju liði. Hraðinn er auk þess miklu meiri. Þó megum við vera stolt af því sem við erum að gera á íslandi því þar er hugsað mjög vel um leikmenn. Héma eru þetta atvinnumenn sem hittast ekki mikið utan æfinga heldur líta meira á æfingar og liðið sitt sem vinnu,“ segir Margrét. íslenska kvennalandsliðið á stórmát fljótlega Margrét er ekki í nokkrum vafa um að íslenska kvennalandsliðið eigi eftir að komast fljótlega á stórmót þar sem marg- ir góðir leikmenn koma brátt upp sem auki breiddina og samkeppni um stöður. Liðið þurfi að hafa góðan þjálfara sem stilli saman liðið og stuðli að góðum liðs- anda. „Ef við lítum á frábæran árangur U21 árs landsliðsins í sumar þá áttum við að komast í úrslitaleik í sterkasta móti í okkar árgangi. Þetta er framtíðin og hún er mjög björt,“ segir Margrét brosandi. Markið sett hátt Marki fagnað með nýju félögunwn í Duisburg. „Ég setti mér frá upphafi alltaf það mark- mið að komast í meistaraflokk og lands- liðin. Síðan þegar ég hafði náð þeim markmiðum fór ég að hugsa um atvinnu- mennsku og stórmót með landsliðinu,“ segir Margrét yfirveguð. Aðspurð hvar hún sjái sig að 5-10 árum liðnum segir hún að erfitt sé um slíkt að spá en von- andi verði hún þá hjá frábæru liði í fót- bolta. „Ég verð þá vonandi búin að fara á eitt til tvö stórmót með landsliðinu, búin að mennta mig sem íþróttafræðingur og íþróttasálfræðingur. Einnig vonast ég til að eiga góða vini og frábæran mann sem styður mig í einu og öllu,“ segir hún dreymin á svip og brosir sínu blíðasta. 22 Valsblaðið 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.