Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 24
gotthiámeistar a
Skýrsla knaltspyrnudelldar áriö 2006
Stjórn knattspymudeildar Vals starfsárið
2006 var þannig skipuð:
E. Börkur Edvardsson,formaður
Jón Grétar Jónsson, varaformaður
Anthony Karl Gregory, ritari
Bragi G. Bragason, meðstjórnandi
Otthar Edvardsson, form. meistarafl.ráðs
Guðjón Olafur Jónsson, meðstjórnandi
Kjartan Georg Gunnarsson, meðstj.
Björn Guðbjömsson, meðstjórnandi
Eva Halldórsdóttir og Erla Sigurbjarts-
dóttir,fulltrúar kvennaráðs
Jón Hösku Idsson ,ybr/«. unglingaráðs
Saf starfi unglingaráðs
spyrnudeildar Vals 2005-2006
Valsstelpurnar í meistaraflokki lilaupa
sigurhring með Islandsmeistarahikariim.
Þjálfarar
Á liðnu starfsári störfuðu sextán þjálfarar
við ellefu flokka yngri iðkenda. Óhætt
er að segja að mikil breyting hafi orðið
í röðum þjálfara félagsins. Við ráðningu
þjálfara hefur verið lögð áhersla á að fá
vel menntaða og reynda þjálfara til starfa
hjá félaginu og má fullyrða að vel hafi
til tekist. í nokkrum tilvika hafði félagið
fmmkvæði að breytingu á mönnun
flokka en í fleiri tilvikum hættu þjálfarar
störfum að eigin ósk. Gerður var skrif-
legur samningur við alla aðalþjálfara til
tveggja ára frá 1. október 2005 að telja.
Helstu breytingar á mönnun flokka
í byrjun starfsársins vora eftirfarandi:
Garðar Smári Gunnarsson tók við 3.
flokki karla af Guðmundi Brynjólfssyni;
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson tók við 4.
flokki karla af Þór Hinrikssyni og Elvari
Má Svanssyni. Þá tók Agnar
Kristinsson við 5. og 6. flokki
karla af Gylfa Sigurðssyni
og þeim Hróari Jónssyni og
Skúla Sigurðssyni. 7. flokk
þjálfuðu Rakel Logadóttir
og Baldur Þórólfsson, en þau
ásamt Dóru Stefánsdóttur
tóku við af Benedikt Bóasi
Hinrikssyni á miðju ári 2005.
Stofnaður var 8. flokkur,
blandaður báðum kynjum
og þjálfaði Rakel Logadóttir
þann flokk. 3. og 4. flokk
kvenna þjálfuðu þeir Bjöm
Sigurbjömsson og Freyr
Alexandersson. Naut Freyr
Kampakátar stúlkur í4.flokki með íslandsmeistarabik-
arinn. Frá vinstri: Bryndís, Guðrún Elín, Kristbjörg, Fiona,
Sœunn Sif, Thelma Ó, Gerður, Sigurlaug og Heiða Dröfn.
aðstoðar Margrétar Lára Viðarsdóttur.
5. flokk þjálfaði Theodór Sveinjónsson
með aðstoð Leu Sifjar Valsdóttur, en
hún var einnig aðalþjálfari 6. flokks.
Aðstoðarþjálfari í 6. flokki kvenna á
starfsárinu var Signý Heiða Guðnadóttir.
Rakel Adolphsdóttir þjálfaði 7. flokk
stúlkna með aðstoð Kristínar Jónsdóttur,
en Rakel lét af störfum á miðju sumri og
tók Kristín þá ein við flokknum. Garðar
Smári Gunnarsson lætur af starfi þjálf-
ara 3. flokks og það gerir einnig Baldur
Þórólfsson, sem þjálfað hefur 7. flokk.
Unglingaráð og knattspyrnudeild Vals
þakkar þeim þjálfuram
sem létu af störfum á
tímabilinu fyrir sam-
starfið á liðnum áram
og óskar öllum núver-
andi þjálfuram velfam-
aðar í krefjandi starfi.
Yflrþjálfarar
Á liðnu starfsári störf-
uðu tveir yfirþjálfarar
fyrir 2. flokk og alla
yngri flokka félags-
24
Valsblaðið 2006