Valsblaðið - 01.05.2006, Side 25

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 25
Starfið er margt ins. Ekki er nokkur vafi á að störf yfirþjálfara styrkja mjög aðalþjálfara í störfum fyrir félagið og miklu skiptir að þjálfarar yngri flokka hafi aðgang að traustum bakhjarli vegna vinnu sinnar og skipt- ir þá engu hve mikil reynsla hvers þjálfara er fyrir. Yfir- þjálfurum, sem aðstoðuðu unglingaráð og stjóm deild- arinnar við ráðningu þjálfara, er m.a. ætlað það hlutverk að binda sama þjálfarateymi yngri flokka og tryggja að þar vinni allir í sömu átt og eftir sömu hugmyndafræði. Starfi yfirþjálfara kvenna- flokka á starfsárinu gegndi Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ari meistaraflokks kvenna og sama starfi karlaflokka gegndi Þór Hinriksson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Sú breyting varð hinn 1. okt. síðastliðinn að Þór Hinriksson lét af störfum sem yfir- þjálfari og þar með störfum fyrir yngri flokka og em honum færðar þakkir fyrir samstarfið. Knattspyrnuskóli Knattspymuskóli Vals var rekinn með svipuðu fyrirkomulagi og á fyrri ámm með sérstaka áherslu á einstaklingsþjálf- un eldri þátttakenda. Starfstími skólans var í um tíu vikur í sumar og vom nám- skeið skólans vel sótt af drengjum og stúlkum. Skólastjóri eins og áður var Elísabet Gunnars- dóttir og naut hún eink- um aðstoðar liðsmanna meistaraflokks kvenna. Hressir strákar í 7. flokki á Skagamótinu. Fjórði jiokkur karla. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn þjálfari, Bergsteinn, Guð- mundur Oli, Ingólfur, Asbjörn, Hjörtur Snœr, Snorri Már, Einar Jóhann, Grímur og Valdimar. Neðri röð: Jóhannes, Þorsteinn, Kolbeinn, Erwin, Sverrir, Gunnar Smári, Kristján, Oðinn og Valdimar. 6.fl. kk, sigurvegarar innanhúss á Shellmóti. Frá vinstri: Elvar Freyr aðstoðarþjálfari, Andri, Þorgils, Ýmir Örn, Einar Nói, Agnar Hákon Kristinsson þjálfari, Aron Elí, Daníel, Breki, Viktor Orri og Gunnar. Uppskeruhátíð yngri flokka Vals Uppskeruhátíð yngri flokka knattspymu- deildar 2006 var haldin sunnudaginn 17. september að viðstöddu miklu fjölmenni. Var hátíðin haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju vegna aðstöðuleysis að Hlíðarenda. Hefðbundnar viðurkenningar vom veittar á hátíðinni og gerðu þjálfarar þar grein fyrir gengi flokka sinna með stuttri skýrslu. Að lokinni afhendingu viðurkenninga bauð knattspymudeild Vals upp á veitingar með aðstoð iðkenda sem mæta með brauðmeti og kökur til hátíðarinnar á sameiginlegt veisluborð samkvæmt áralangri hefð. Sá háttur hefur verið hafður á verð- launaafhendingu yngri flokka Vals að veita öllum iðkendum verðlaunapening. Að auki fá iðkendur í 4.-7. flokki drengja og stúlkna viðurkenninguna Liðsmaður flokksins. Sú viðurkenning hefur nú verið veitt í fjögur ár í stað viðurkenningarinn- ar Leikmaður flokksins. Er þetta gert í anda stefnuyfirlýsingar ISI um bama- og unglingaíþróttir og einnig Knattspymu- og uppeldisstefnu Vals. Viðurkenninguna Liðsmaður flokksins hlýtur sá einstakl- ingur sem að mati þjálfara hefur verið öðmm iðkendum flokksins til fyrirmyndar, haft jákvæð og hvetjandi áhrif á félaga sína og sýnt prúðmennsku gagn- vart samherjum sínum og þjálfara, innan vallar og utan. Landsbanki fslands styrkti uppskemhátíðina með fjárframlagi sem nýtt var til kaupa á verðlaunagripum. Var Aslaug Birgisdóttir, starfsmaður í mark- aðsdeild Landsbankans, sérstakur gestur uppskemhátíðarinnar að þessu sinni. Var þátttaka bankans á gmndvelli sérstaks samstarfssamnings félagsins og bank- ans. Reynslan af samstarfi félagsins við Landsbankann hefur yfirleitt verið góð og getur verið verðmæt fyrir ungling- astarf á vegum félagsins. Hinu er þó ekki Hressar stelpur í5.flokki. Berglind, Elín Metta, Hildur, Svava og Ingunn. Valsblaðið 2006 25

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.