Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 25
Starfið er margt ins. Ekki er nokkur vafi á að störf yfirþjálfara styrkja mjög aðalþjálfara í störfum fyrir félagið og miklu skiptir að þjálfarar yngri flokka hafi aðgang að traustum bakhjarli vegna vinnu sinnar og skipt- ir þá engu hve mikil reynsla hvers þjálfara er fyrir. Yfir- þjálfurum, sem aðstoðuðu unglingaráð og stjóm deild- arinnar við ráðningu þjálfara, er m.a. ætlað það hlutverk að binda sama þjálfarateymi yngri flokka og tryggja að þar vinni allir í sömu átt og eftir sömu hugmyndafræði. Starfi yfirþjálfara kvenna- flokka á starfsárinu gegndi Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ari meistaraflokks kvenna og sama starfi karlaflokka gegndi Þór Hinriksson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Sú breyting varð hinn 1. okt. síðastliðinn að Þór Hinriksson lét af störfum sem yfir- þjálfari og þar með störfum fyrir yngri flokka og em honum færðar þakkir fyrir samstarfið. Knattspyrnuskóli Knattspymuskóli Vals var rekinn með svipuðu fyrirkomulagi og á fyrri ámm með sérstaka áherslu á einstaklingsþjálf- un eldri þátttakenda. Starfstími skólans var í um tíu vikur í sumar og vom nám- skeið skólans vel sótt af drengjum og stúlkum. Skólastjóri eins og áður var Elísabet Gunnars- dóttir og naut hún eink- um aðstoðar liðsmanna meistaraflokks kvenna. Hressir strákar í 7. flokki á Skagamótinu. Fjórði jiokkur karla. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn þjálfari, Bergsteinn, Guð- mundur Oli, Ingólfur, Asbjörn, Hjörtur Snœr, Snorri Már, Einar Jóhann, Grímur og Valdimar. Neðri röð: Jóhannes, Þorsteinn, Kolbeinn, Erwin, Sverrir, Gunnar Smári, Kristján, Oðinn og Valdimar. 6.fl. kk, sigurvegarar innanhúss á Shellmóti. Frá vinstri: Elvar Freyr aðstoðarþjálfari, Andri, Þorgils, Ýmir Örn, Einar Nói, Agnar Hákon Kristinsson þjálfari, Aron Elí, Daníel, Breki, Viktor Orri og Gunnar. Uppskeruhátíð yngri flokka Vals Uppskeruhátíð yngri flokka knattspymu- deildar 2006 var haldin sunnudaginn 17. september að viðstöddu miklu fjölmenni. Var hátíðin haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju vegna aðstöðuleysis að Hlíðarenda. Hefðbundnar viðurkenningar vom veittar á hátíðinni og gerðu þjálfarar þar grein fyrir gengi flokka sinna með stuttri skýrslu. Að lokinni afhendingu viðurkenninga bauð knattspymudeild Vals upp á veitingar með aðstoð iðkenda sem mæta með brauðmeti og kökur til hátíðarinnar á sameiginlegt veisluborð samkvæmt áralangri hefð. Sá háttur hefur verið hafður á verð- launaafhendingu yngri flokka Vals að veita öllum iðkendum verðlaunapening. Að auki fá iðkendur í 4.-7. flokki drengja og stúlkna viðurkenninguna Liðsmaður flokksins. Sú viðurkenning hefur nú verið veitt í fjögur ár í stað viðurkenningarinn- ar Leikmaður flokksins. Er þetta gert í anda stefnuyfirlýsingar ISI um bama- og unglingaíþróttir og einnig Knattspymu- og uppeldisstefnu Vals. Viðurkenninguna Liðsmaður flokksins hlýtur sá einstakl- ingur sem að mati þjálfara hefur verið öðmm iðkendum flokksins til fyrirmyndar, haft jákvæð og hvetjandi áhrif á félaga sína og sýnt prúðmennsku gagn- vart samherjum sínum og þjálfara, innan vallar og utan. Landsbanki fslands styrkti uppskemhátíðina með fjárframlagi sem nýtt var til kaupa á verðlaunagripum. Var Aslaug Birgisdóttir, starfsmaður í mark- aðsdeild Landsbankans, sérstakur gestur uppskemhátíðarinnar að þessu sinni. Var þátttaka bankans á gmndvelli sérstaks samstarfssamnings félagsins og bank- ans. Reynslan af samstarfi félagsins við Landsbankann hefur yfirleitt verið góð og getur verið verðmæt fyrir ungling- astarf á vegum félagsins. Hinu er þó ekki Hressar stelpur í5.flokki. Berglind, Elín Metta, Hildur, Svava og Ingunn. Valsblaðið 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.