Valsblaðið - 01.05.2006, Page 30

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 30
Meistaraflokkur karla Gístason, Hálfdán Gísl Sœvarsson, Pálmi Rafn son, Friðrik E. Jónssoi björn Hreiðarsson fyri. li, í knattspyrnu 2006. Efsta\röð frá vinstri: Atli isson, Willum Þór Þórssbn þjálfari. Miðröð frá Pálmason, Kristinn Gui mundsson, Baldur sjúkraþjálfari, Halldór iði, Agúst Garðarsson, 'yþórsson liðsstjóri. Kristinn Hafliðasson Þórarinsson, Andri Valur ívarsson, Garðar Jóhannsson, Baldur Þórólfsson, Steinþór ■ Þór Hinriksson aðstoðarþjálfari, Ótthar Edvardsson framkvœmdastjóri, Birkir Már Sigurður Sigurðsson, Valur Fannar Gíslason, Barry Smitli, Matthías Guömunds- röð frá vinstri: Þorvaldur Makan, Árni Ingi Pjetursson, Kjartan Sturlusson, Sigur- Kató Hauksson, Guðmundur Benediktsson, Björgvin Björgvinsson stuðningsmaður. var aðstoðarþjálfari, Bjarni Sigurðs- son sá um þjálfun markvarða og Hall- dór Eyþórsson var sem fyrr liðsstjóri og Friðrik Ellertsson sjúkraþjálfari. Nefndir og ráð Meistaraflokksráð karla var skipað þeim Otthari Edvardssyni sem var formaður og Braga Bragasyni. Heimaleikjanefnd var skipuð þeim Þurý Björk Björgvins- dóttir, Helgu Eiríksdóttir, Skúla Edv- ardssyni og síðan komu fjölmargir aðrir að heimaleikjum. Þátttaka í mótum Árangur liðsins í sumar var mjög góður og verður að skoðast í ljósi aðstöðuleysis og að liðið hafði engan fastan samastað og spilaði heimaleiki á útivelli sem var Laugardalsvöllur. Liðið lenti í 5. sæti síns riðils í deild- arbikarnum, á Reykjavíkurmótinu lenti liðið í 2. sæti síns riðils en í raun vann liðið riðilinn en tapaði á móti Fram vegna kæru vegna ólöglegs leikmanns. Á íslandsmótinu endaði liði í 3. sæti og var afar óheppið að taka ekki annað sætið en það tapaðist á síðustu sekúndu í síðasta leik á móti KR. Ekki tókst að verja bik- armeistaratitilinn og féll liðið úr keppni eftir að hafa tapað á móti Víkingum. í ár tók Valur þátt í Evrópukeppni karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í langan tíma. Mótherjar Vals voru ekki að lakari tag- inu en við drógumst gegn einu besta liði Norðurlanda, Bröndby. Fyrri leikurinn var ytra og endaði 3-1. Ljóst var að okkar menn áttu talsverða möguleika á að kom- ast áfram og því mikil spenna fyrir síðari leiknum. Leiknum var sjónvarpað beint til Danmerkur og endaði 0-0 og þar með ljóst að okkar þátttöku var lokið. Ljóst er að leikmenn Vals vöktu mikla athygli annarra liða á Norðurlöndum því í kjölfarið á síðari leiknum tóku fyr- irspurnir að berast Val vegna nokkurra leikmanna liðsins. Stjóm knattspyrnu- deildar tók vel ígrundaða ákvörðun um að selja tvo af leikmönnum liðsins til Svíþjóðar vegna þeirra ástæðu að við- unandi tilboð barst í þá, þ.e. Ara Frey Skúlason og Garðar Gunnlaugsson. í kjölfarið gerði stjórn knattspyrnudeildar tilboð í Garðar Jóhannsson hjá KR sem var tekið. Ekki hafði áhugi erlendra liða minnkað á leikmönnum Vals þrátt fyrir að Ari og Garðar hefðu verið seldir því tilboð barst í Garðar Jóhannsson frá Noregi sem var tekið. Kom í ljós að ekki var unnt að skrá leikmanninn hjá norska knattspymusambandinu þar sem hann hafði spilað með tveimur félagsliðum í sama mánuði. Norska liðið og Valur tóku þá ákvörðun að láta samninginn standa fram í janúar og í millitíðinni að leita liðsinnis KSÍ og láta reyna á hvort ekki fengist undanþága fyrir leikmanninn. Valur eignaðist A-landsliðsmann á árinu þegar Matthías Guðmundsson var valinn í hópinn. Pálmi Rafn, Ari Freyr og Birkir Már voru valdir í U21 landsliðið. Nú liggur fyrir að Matthías Guðmundsson hefur yfirgefið Val og skipt yfiríFH. Fjármál Aldrei fyrr í sögu Vals hefur velta deild- arinnar verið jafn há og núna og fer yfir 100 milljónir króna. Kostnaður hefur aukist jafnt og þétt og þá aðallega vegna þjálfara, leikmanna og eins hefur aðstöðuleysið kostað deildina drjúga fjár- hæð. Jafnvægi var í rekstri deildarinnar. 2. flokkur karla Guðmundur Brynjólfsson þjálfaði 2. 30 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.