Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 42

Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 42
Hemmi Gunn varð íslandsmeistari með Val árið 1980. Aflari röð frá vinstri: Volker Hofferbert þjálfari, Þorgrímur Þráinsson, Þorsteinn Sigurðs- son, Magni Blöndal, Dýri Guðmundsson, Magnús Bergs, Matthías Hallgrímsson, Sævar Jónsson, Ólafur Danivalsson, Júlíus Júlíusson, Hörður Júlíusson og Hermann Gunnarsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Sveinbjörnsson, Hilmir Ágústsson sjúkraþjálfari, Atli Geir Jóhannesson, Jón Einarsson, Óttar Sveinsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Þorbjörnsson, Sigurður Haraldsson, Grímur Sœmundsen og Albert Guðmundsson. leikmenn KR, Baldvin Baldvinsson og Eyleif Hafsteinsson. Allir bjuggust við flugeldasýningu af þeirra hálfu. Baldvin og Eyleifur skoruðu báðir í fyrri hálfleik og ég heyrði sönginn frá hliðarlínunni, frá stuðningsmönnum KR: „Ertu kominn heim, Hemmi? Ertu kominn heim?“ Ég hafði haft vit á því að biðja til ömmu minnar fyrir leikinn og vissi að hún myndi ekki bregðast. Undir lok fyrri hálfleiks kastaði Reynir Jóns á mig úr innkasti þar sem ég var frekar langt fyrir utan vítateigshomið. Ég lét bolt- ann skoppa einu sinni og skaut svo með vinstri nánast aftur fyrir mig og bolt- inn söng í vinklinum fjær. Eftir markið minnkuðu háðsglósurnar. Um miðjan seinni hálfleik jafnaði ég leikinn og rétt fyrir leikslok kom sigurmarkið. Ég fékk boltann á brjóstið rétt fyrir utan vítateig, fór fram hjá Ellert B. Schram og skoraði stöngin inn. Ég hafði ekkert þrek til að spila þennan leik. Öll mörkin voru sönn- un þess að einhver æðri máttur var að verki. Mér var ætlað að skora þessi þrjú mörk. Þetta sama Valslið, sem var að okkar mati fimmta besta lið landsins, fór alla leið á íslandsmótinu og sigraði eftir tvo úrslitaleiki við Keflavík, fyrst og fremst vegna samheldni og félagsanda. Það var mikil lífsreynsla að spila með þessu Valsliði og ég náði að spila gegn flest- um í gullaldarliði Skagamanna. Tveimur árum seinna, árið 1968, varð algjör end- umýjun í Valsliðinu. Ég spilaði samfellt með Val fram á mitt sumar 1969 en þá ég hélt í atvinnu- mennsku til Austurríkis. Það ævintýri var stutt þar sem unnusta mín lést í bíl- slysi ytra. Ég kom því heim og fór að þjálfa IBA á Akureyri, vildi breyta um umhverfi. Ég sneri síðan aftur að Hlíðarenda og lék með Val frá 1971-1976 en hætti vorið 1977 þegar ég réð mig sem íþróttafréttamann hjá útvarpinu. Ég er ekki einn um þá skoðun að telja Valsliðið 1976 eitt það allra besta í sögu félagsins, ef ekki eitt besta félagslið Islandsmótsins frá upphafi. Leikmenn sprungu út undir hand- leiðslu Youri Illitchev og hann var sér- staklega ánægður með mig þar sem ég var ekki giftur, taldi þar af leiðandi að ég gæti æft nánast allan daginn. Fyrsta árið undir hans stjórn var algjör pína því karlinn vildi helst hafa okkur 4-5 tíma á dag. En hann kenndi okkur fótbolta upp á nýtt, íþrótt sem maður taldi sig hafa kunnað frá fimm ára aldri. Illu heilli fékk ég starfið hjá útvarp- inu árið 1977 og ákvað að þar með væri íþróttaferlinum lokið. Ég ræddi þetta við Ellert B. Schram, sem var þá formaður útvarpsráðs, og hann taldi að það færi engan veginn saman að spila með Val og sinna starfi mínu sem íþróttafréttamað- ur. Ég var svo grænn á þessum árum að ég sá ekki í gegnum þetta hjá Ellert vini mínum og hætti í boltanum. Ekki stóð á Ellert tveimur árum seinna að biðja mig um að koma aftur í mitt gamla félag, KR, því þá hygðist hann spila eitt ár til við- bótar. Auðvitað hefði ég getað spilað sam- hliða starfinu og ég sé eftir að hafa ekki gert það. Þremur árum síðar ákvað ég að sleppa því að fara á Ólympíuleikana í Moskvu sem íþróttafréttamaður og tók eitt ár til viðbótar með Val, sumarið 1980. Mér fannst hinni eini, sanni Valsandi ekki ríkjandi á þeim tíma. Vissulega höfðu orðið mannabreytingar, sumir voru farnir í atvinnumennsku og nýir menn komnir til félagsins, en mér fannst peningar vera farnir að skipta einhverju máli. Ég spil- aði þetta sumar gagngert fyrir þá yngri því ég vildi leggja mitt af mörkum. Ég var ekki alltaf í byrjunarliðinu, stund- um var mér skipt út af en það skipti mig engu máli. Við urðum íslandsmeistarar og mér fannst ég skila mínu fullkomlega, mest sem Hemmi vinur.“ Hvað geröi Youri lllitchev svona merkiíegan, uoðsögn meðal beirra sem léku unoir hans stjúrn? „Það má segja að Youri hafi heilaþvegið okkur. Allar hugmyndir okkar um leik- skipulag, æfingar og ákveðnar áherslur í knattspyrnu voru rangar. Hann sá aldrei tilgang í einhverjum víðavangshlaupum út um allan bæ. Við æfðum alltaf með bolta og spurðum okkur stundum á vorin 42 Valsblaðið 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.