Valsblaðið - 01.05.2006, Side 44

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 44
bílflaut frá hverjum einasta bíl í kxing- um völlinn en slíkt myndi sennilega ekki gerast í dag.“ Ivar værir þú að spila núna ef iú væri upp á þitt besta með þá læfileika sem pu bjást yfir? ,J>að er útilokað að segja. Ég var ferlega latur að æfa og kannski þess vegna hélt ég mig í handboltanum því það var svo þægilegt að vera í inniíþrótt á meðan menn voru að æfa fótbolta í kulda og trekki. Sökum þess var ég sjaldnast í því úthaldi sem ég hefði kosið, nema kannski sumarið 1976. Ég hefði væntanlega plumað mig við bestu aðstæður á þeim tíma því næst besta félagslið Þýskalands reyndi ítrekað að fá mig. Ég sá eftir því í mörg ár. Þeir sendu áhugamannaliðið sitt gagngert til íslands til að skoða mig. Ég var þá að þjálfa IBA og fékk fyrirspurn um að spila æfingaleik við þýska liðið. Ég hafði ekki hugmynd um að þeir ætl- uðu að skoða mig. Ég spilaði því ekki leikinn enda vildi ég leyfa öðrum mönn- um að spreyta sig. Forráðamenn liðs- ins voru það svekktir eftir leikinn að þeir fóru fram á að spila annan leik degi síðar. Þá fyrst tjáðu þeir sig um það að þeir hefðu komið gagngert til Islands til að skoða mig. Ég gat ekki látið IBA spila tvo leiki í röð á miðju Islandsmóti þannig að við fórum í Mývatnssveitina og blönduðum saman leikmönnum frá ÍBA og HSÞ-b. Ég spilaði fyrri hálfleik- inn með þessu sameiginlega liði og síð- ari hálfleikinn með þýska liðinu. Þrem- ur vikur seinna fékk ég þetta fína tilboð en í ljósi biturrar reynslu frá Austurríki hafnaði ég tilboðinu og sá lengi eftir því. Þarna hefði ég fengið kjörið tækifæri að kanna hvar styrkurinn og takmörkin lágu við bestu hugsanlegu aðstæður.“ Hversu góður skóli fyrir lífiö voru íþróttirnar? ,J>að segir sig sjálft að sá sem vinnur til 43 titla með Val í öllum flokkum fer ekki í gegnum íþróttaferilinn án þess að finna fyrir öfund eða ósanngirni. A tímabili var þetta sárt en ferillinn var þó yfirleitt blómum skrýddur. Allt sem Albert heit- inn Guðmundsson hafði sagt varðandi öfundina og óvildina átti eftir að rætast. Það var sárast. Þegar ég lít til baka geri ég mér sífellt betur grein fyrir því hversu mikilvægt öflugt félags- og unglingastarf er. Valur á ætíð vera það félagslega sterkt að iðkend- ur eiga að vera stoltir yfir því að klæð- ast Valstreyjunni. Þróunin núna er sú að leikmenn rokka á milli félaga, láta fjár- magnið draga sig á asnaeyrunum, og ég spyr hversu miklir Valsmenn geta leik- menn orðið? Það er um að gera hjálpa öllum, án tillits til aldurs, til að verða Valsmenn, sýna þeim í verki að þeir eru velkomnir því aðeins þannig fáum við eitthvað út úr þeim. Við verðum að efla Valskjarnann frá unga aldri og halda mönnum í félaginu á réttum forsendum. Menn mega aldrei gleyma hvar ræt- urnar liggja og hvað skiptir mestu máli. Ég vona svo sannarlega að Valur breyt- ist aldrei í fjárfestingarfélag með íþróttir sem aukabúgrein." Geturöu yefið ynuri iðkendum góð ráð, í Ijósi reynslu þinnar? ,JLeikið ykkur með bolta öllum stundum. Mér finnst dapurlegt hversu lítil áhersla er lögð á knatttækni í yngri flokkunum. Hún er algjör undirstaða árangurs. Iðk- endur geta alltaf náð sér í meira þrek en krakkar í 4. flokki eiga ekki að vera á úthaldsæfingum. Hafi menn einhverja eiginleika er hægt að byggja upp mikla hæfileika með mikilli ástundun og dugn- aði en tæknina er erfitt að tileinka sér á efri árum. Knatttækni á alltaf að vera þungamiðjan en hún virðist hafa vikið fyrir sífellt meiri áherslu á keppni. Strax í 6. flokki eru krakkar settir í vítaspymu- keppni á mótum, oft með skelfilegum sálrænum afleiðingum þegar félagsskap- urinn og leikurinn sem slíkur ætti að vera í öndvegi. Á hinn bóginn eru leikmenn famir að velta atvinnumennsku fyrir sér allt of snemma. Við erum að senda unga menn utan sem eru sálarlega engan veg- inn í stakk búnir að fara til erlendra liða. Sumir halda að þeir geti stokkið yfir 2. flokk, yfir meistaraflokk og yfir lands- liðið og em komnir til stóm liðanna úti í heimi, oftar en ekki í huganum. Það er grátlegt að leikmenn skuli komast upp með svona hugsun. Hún skemmir fyrir þeim. Menn eiga að fara sér hægt og þroskast sem einstaklingar og góðir leikmenn áður en þeir huga að atvinnu- mennsku." Með hvaða hugarfari ferðu á fætur? ,,Ég hef ágæta lund og hef ekki þurft að drepast úr svekkelsi síðustu árin. Eftir að ég varð fyrir þeirri lífsreynslu að deyja tímabundið fyrir rúmum þremur árum vakna ég nánast alltaf brosandi. Á morgnana á ég alltaf mína 10-15 mín- útna friðarstund þar sem ég fer yfir dag- inn og ákveð að ég ætla að eiga frábæran dag. Ég þakka líka fyrir mig á kvöldin og sofna sáttur. Ég er komin með einhverja innri ró sem mér var afhent þegar ég dó.“ Ertu hræddur við að deyja aftur? ,J9úna veit ég hvað bíður mín og því kvíði ég ekki. Mér var gefið þetta tæki- færi sem ég er þakklátur fyrir og er- vit- anlega heppinn að hafa sloppið óskadd- aður frá dauðanum. Ég fékk margt áþreifanlegt í staðinn, til dæmis fékk nýtt hár, sem ég kalla englahár, er allt annar maður en samt enn þá að kynnast þess- um Hemma. Mér var ætlað eitthvert hlut- verk sem ég veit ekki hvert er en ég bíð í rólegheitunum. Minn æðri máttur ákveður það en ég er hrædd- ur um að það sé á allt öðrum sviðum en fjölmiðlun. Núna stend ég á tímamót- um, búinn að vera 40 ár í útvarpi og 25 í sjónvarpi og það er ágætt að huga að einhverju öðru. Hver veit nema ég fari bara að þjálfa hjá Val.“ Hermann Gunnarsson heilsar Grími Sœmundsen formanni Vals og fyrrum félaga ífótboltanum í Val með virktum í sextugsafinœlinu. 44 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.