Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 56

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 56
bara bjort Viðtal við Svala Björgvinsson fyrrverandi körfuboltalelkmann og pjálfara hjá Val Svali Björgvinsson er Valsmönnum að góðu kunnur enda lagði hann frá blautu barnsbeini stund á allar íþróttagreinar sem Valur bauð upp á. Snemma beind- ist áhuginn einkum að körfubolta, þeirri fögru íþróttagrein eins og hann sjálf- ur kemst að orði. Svali lék körfubolta í yngri flokkum Vals og vann marga titla með félaginu og lék einnig lengi með meistaraflokki félagsins. Hann hefur einnig mikla reynslu sem þjálfari og hefur ákveðnar skoðanir á hvernig standa eigi að uppbyggingu körfuboltans hjá Val. Svali hefur á síðustu árum verið áberandi í lýsingum sínum á körfuknatt- leik í sjónvarpi. Svali lærði sálfræði við Háskóla Islands og fór síðan til New York í frekara sálfræðinám ásamt því að læra starfsmannastjórnun sem hann telur sér- staklega áhugaverða fræðigrein. Hann segist þó hafa verið stútfullur af hjátrú, rétt eins og flestir leikmenn og þjálfarar, sem tengdist m.a. því að spila í ákveðn- um skóm og keyra yfir Öskjuhlíðina í tengslum við heimaleiki. Frábær uppbygging hjá Val Mér líst frábærlega vel á framkvæmdir að Hlíðarenda. Þeir aðilar sem hafa stýrt því verkefni áfram eiga mikið hrós skil- ið, frábærir Valsmenn eins og Grímur Sæmundsen og Lárus Hólm, fyrrverandi formaður körfuboltadeildar, ásamt fjöl- mörgum öðrum. Þetta verður algjör bylt- ing og gefur Val möguleika á að bjóða iðkendum aðstöðu sem önnur félög geta tæplega dreymt um. Þetta er álíka mikil bylting fyrir Val eins og flugsamgöngur voru á sínum tíma. Þetta eru mikil tíma- mót og upphaf á nýjum kafla í sögu Vals. Ég finn fyrir því hvernig framkvæmdim- ar hafa þjappað Valsmönnum saman. Slæm staða meistaraílokks karla Það er með öllu óásættanlegt að Valur sé ekki í efstu deild í körfbolta, en eðlilega æfði ég og stundaði allar íþróttagreinar sem Valur bauð upp á. Þannig var það í mínum huga ekki spuming um Val eða eitthvert annað félag, það var ekkert annað í mínum huga. Körfubolta kynnt- ist ég á kynningu Vals í Hlíðaskóla, sem meistari Henson stóð fyrir, að mig minn- ir. Þar fékk ég fyrstu upplýsingar um þennan fagra leik sem hefur setið í mér síðan. Hver er að þínu mati munurinn á körfuboltadeildinni núna og þegar pú varst sem mest í starfmu? Munurinn er ekki svo mikill enda ekki neitt voðalega langt síðan ég þjálfaði meistaraflokkinn síðast. Hins vegar er ég bæði ánægður og stoltur af því starfi sem unnið er í yngri flokkum í körfubolta- deildinni í Val. En á sama tíma er ég afar ósáttur við stöðu meistaraflokks. Hún er óásættanleg og eitthvað sem við verðum geta komið þau tímabil að Valur fellur. En löng vera í fyrstu deild í einhverri íþróttagrein er ekki boðleg í Val. Málið er ekki flóknara en það. Þessari þróun verð- ur að snúa við í körfunni. Það er alveg skýrt í mínum huga að það fer saman að hafa góða yngri flokka og frambærilegt keppnislið í efstu deild. Ég man ekki eftir félagi eða deild í íslenskum hópíþróttum sem hefur náð því að vera með annað hvort nema í skamman tíma. Þetta fylg- ist að, góður efniviður og tækifæri meðal þeirra bestu. Því er afar mikilvægt að við tryggjum liðinu sæti meðal þeirra bestu. A sama tíma er það ljóst öllum sem eitt- hvert vit hafa á þeirri fögru íþrótt sem körfuboltinn er að efniviður í Val er mjög mikill. Við erum með góða og metnaðar- fulla þjálfara og afar góða einstaklinga í nær öllum yngri flokkum. Okkur ber skylda til að leiða saman krafta okkar og tryggja framtíðarmöguleika fyrir þessa ungu leikmenn á Hlíðarenda. Umgjörð- in verður að fylgja með bættri aðstöðu. Ég hef mikla trú að það takist, er í raun sannfærður um það. t>að kom aldrei annað lélag en Valur til greina Ég ólst upp í Eski- hlíðinni, þeirri merku götu, og því lá beinast við að dvelja mikið og lengi á Hlíðarenda. Sem ungur dreng- ur var ég mikið á Valsvellinum, sem ég tel afar hollt fyrir hvern þann sem er að reyna að öðlast skilning á lífinu og mikilvægi góðra siða. Þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.