Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 56
bara bjort
Viðtal við Svala Björgvinsson fyrrverandi körfuboltalelkmann og pjálfara hjá Val
Svali Björgvinsson er Valsmönnum að
góðu kunnur enda lagði hann frá blautu
barnsbeini stund á allar íþróttagreinar
sem Valur bauð upp á. Snemma beind-
ist áhuginn einkum að körfubolta, þeirri
fögru íþróttagrein eins og hann sjálf-
ur kemst að orði. Svali lék körfubolta í
yngri flokkum Vals og vann marga titla
með félaginu og lék einnig lengi með
meistaraflokki félagsins. Hann hefur
einnig mikla reynslu sem þjálfari og
hefur ákveðnar skoðanir á hvernig standa
eigi að uppbyggingu körfuboltans hjá
Val. Svali hefur á síðustu árum verið
áberandi í lýsingum sínum á körfuknatt-
leik í sjónvarpi.
Svali lærði sálfræði við Háskóla
Islands og fór síðan til New York í
frekara sálfræðinám ásamt því að læra
starfsmannastjórnun sem hann telur sér-
staklega áhugaverða fræðigrein. Hann
segist þó hafa verið stútfullur af hjátrú,
rétt eins og flestir leikmenn og þjálfarar,
sem tengdist m.a. því að spila í ákveðn-
um skóm og keyra yfir Öskjuhlíðina í
tengslum við heimaleiki.
Frábær uppbygging hjá Val
Mér líst frábærlega vel á framkvæmdir
að Hlíðarenda. Þeir aðilar sem hafa stýrt
því verkefni áfram eiga mikið hrós skil-
ið, frábærir Valsmenn eins og Grímur
Sæmundsen og Lárus Hólm, fyrrverandi
formaður körfuboltadeildar, ásamt fjöl-
mörgum öðrum. Þetta verður algjör bylt-
ing og gefur Val möguleika á að bjóða
iðkendum aðstöðu sem önnur félög geta
tæplega dreymt um. Þetta er álíka mikil
bylting fyrir Val eins og flugsamgöngur
voru á sínum tíma. Þetta eru mikil tíma-
mót og upphaf á nýjum kafla í sögu Vals.
Ég finn fyrir því hvernig framkvæmdim-
ar hafa þjappað Valsmönnum saman.
Slæm staða meistaraílokks karla
Það er með öllu óásættanlegt að Valur sé
ekki í efstu deild í körfbolta, en eðlilega
æfði ég og stundaði allar íþróttagreinar
sem Valur bauð upp á. Þannig var það í
mínum huga ekki spuming um Val eða
eitthvert annað félag, það var ekkert
annað í mínum huga. Körfubolta kynnt-
ist ég á kynningu Vals í Hlíðaskóla, sem
meistari Henson stóð fyrir, að mig minn-
ir. Þar fékk ég fyrstu upplýsingar um
þennan fagra leik sem hefur setið í mér
síðan.
Hver er að þínu mati munurinn á
körfuboltadeildinni núna og þegar
pú varst sem mest í starfmu?
Munurinn er ekki svo mikill enda ekki
neitt voðalega langt síðan ég þjálfaði
meistaraflokkinn síðast. Hins vegar er ég
bæði ánægður og stoltur af því starfi sem
unnið er í yngri flokkum í körfubolta-
deildinni í Val. En á sama tíma er ég afar
ósáttur við stöðu meistaraflokks. Hún er
óásættanleg og eitthvað sem við verðum
geta komið þau tímabil að Valur fellur.
En löng vera í fyrstu deild í einhverri
íþróttagrein er ekki boðleg í Val. Málið er
ekki flóknara en það. Þessari þróun verð-
ur að snúa við í körfunni. Það er alveg
skýrt í mínum huga að það fer saman að
hafa góða yngri flokka og frambærilegt
keppnislið í efstu deild. Ég man ekki eftir
félagi eða deild í íslenskum hópíþróttum
sem hefur náð því að vera með annað
hvort nema í skamman tíma. Þetta fylg-
ist að, góður efniviður og tækifæri meðal
þeirra bestu. Því er afar mikilvægt að við
tryggjum liðinu sæti meðal þeirra bestu.
A sama tíma er það ljóst öllum sem eitt-
hvert vit hafa á þeirri fögru íþrótt sem
körfuboltinn er að efniviður í Val er mjög
mikill. Við erum með góða og metnaðar-
fulla þjálfara og afar góða einstaklinga
í nær öllum yngri flokkum. Okkur ber
skylda til að leiða saman krafta okkar og
tryggja framtíðarmöguleika fyrir þessa
ungu leikmenn á Hlíðarenda. Umgjörð-
in verður að fylgja
með bættri aðstöðu.
Ég hef mikla trú að
það takist, er í raun
sannfærður um
það.
t>að kom aldrei
annað lélag en
Valur til greina
Ég ólst upp í Eski-
hlíðinni, þeirri
merku götu, og
því lá beinast við
að dvelja mikið og
lengi á Hlíðarenda.
Sem ungur dreng-
ur var ég mikið á
Valsvellinum, sem
ég tel afar hollt
fyrir hvern þann
sem er að reyna að
öðlast skilning á
lífinu og mikilvægi
góðra siða. Þar