Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 57
Eftir Sævald Bjarnason
og munum breyta. Það er sannfæring mín
að með framkvæmdum að Hlíðarenda
skapist aðstaða sem er meiri og betri
en önnur félög geta boðið. Þetta verður
gríðarleg lyftistöng fyrir félagið sem á
eftir að nýtast vel í öllum íþróttagreinum,
þ.m.t. körfunni.
Áttir þú einhverjar fyrirmyndir
sem leikmaður?
Þegar ég byrjaði í körfubolta sem von-
glaður snáði var nokkuð ólík staða varð-
andi aðgengi og umfjöllun um íþróttir.
Til dæmis var ekki sýnt frá NBA. Helsta
leiðin til að tileinka sér þau vísindi var
að fara á Ameríska bókasafnið og fá
lánuð þau örfáu rit sem komu þangað um
íþróttir. Um þau rit var slegist. Einnig
hlustuðum við á leiki í Kanaútvarpinu.
En síðar, þegar útsendingar hófust, fékk
ég dálæti á Magic Johnson, Isiah Tomas,
Dr. J. og fleiri snillingum. Hér heima
leit ég mikið upp til Jóns Sigurðssonar
og eðlilega uppeldisföður míns, Torfa
Magnússonar, enda báðir snillingar.
Hvað er það minnistæðasta sem
m upplifðir sem leikmaður eða
ijálfari hjá Val?
Ég á afar margar góðar og skemmtilegar
minningar frá Val. Eg held að tvennt sé
mikilvægast í því sambandi: í fyrsta lagi
hef ég kynnst mörgu afar góðu fólki og
myndað sterk vináttutengsl. í öðru lagi
er það sannfæring mín að íþróttir og sá
agi og drifkraftur sem ríkir hjá metnaðar-
fullu félagi sé sérstaklega hollt vegamesti
og gott uppeldi fyrir alla sem nýtist vel
síðar í lífinu. Af mörgum minnisstæð-
um atburðum held ég að úrslitakeppnin
1991, þegar við töpuðum fyrir Keflavík
3-2 í úrslitum Islandsmótsins, sé ofarlega
í huga. Við höfðum lagt Njarðvík 2-1 í
undanúrslitum, en Njarðvík átti að vera
með besta liðið. Við komumst svo 2-1
yfir gegn Keflavík en náðum ekki að
klára dæmið, því miður. I þeim leikjum
var meðal annars sett áhorfendamet á
leik í Valsheimilinu. Met sem verður ekki
slegið í því húsi, enda húsið farið.
Margar skemmtilegar sögur
Svali segir að til séu óendanlega margar
skemmtilegar sögur sem tengjast íþrótta-
ferlinum en hann sé ekki rétti maðurinn
til að rifja slíkt upp. Hann man mjög
skemmtilegri sögu sem tengist tungu-
málaerfiðleikum. „Til okkar kom rúss-
neskur þjálfari í tvö tímabil í kringum
1990, Vladimir Obukov, afar fær þjálfari
sem hafði m.a. þjálfað sovéska landslið-
ið í heimsmeistarakeppni 1986. Það voru
hins vegar talsverðir tungumálaerfiðleik-
ar, hann altalandi á rússnesku en enginn
okkur talandi á þá tungu. Önnur tungu-
mál kunni hann ekki. Hann var þó áhuga-
samur um að læra ensku en námið gekk
frekar seint. Þannig ruglaði hann iðulega
saman ensku orðunum fast-break (hrað-
upphlaupi) og breakfast (morgunverði)
og hvatti okkur ítrekað til að borða morg-
unverð í miðjum leikjum í stað þess að
fara í hraðupphlaup. Besta enskukennsl-
an fyrir okkar mann var þegar við gáfum
honum myndbandstæki. Þá lærði hann
heitin þar mjög fljótt, til dæmis play,
stop, pause og fast-forward. Þessi hug-
tök nýtti hann vel og var svo komið að
hann gat útskýrt nánast alla hluti leiksins
og verið með heimspekilegar vangavelt-
ur með þessum orðum. Þetta er kannski
eitthvað sem stjómvöld ættu nú að skoða
fyrir það ágæta fólk sem er að flytja til
landsins og á í erfiðleikum með málið,
gefa öllum myndbandstæki.
Hvernig finnst þér íslenskur
körfubolti nú um stundir?
Það hafa orðið eðlilegar framfarir en ekki
nein bylting. Hins vegar hefur orðið sú
neikvæða þróun í mínum huga, að það er
alltof mikið um erlenda leikmenn. Þetta
er ekki aðeins í körfunni. Þetta er ekki
bara illa ígrundað heldur heimskulegt.
Það þarf ekki spakan aðila til að sjá að
þetta skilar engu til framtíðar. Við fáum
erlenda leikmenn, sem margir hverjir eru
í besta falli meðalmenn að íþróttagetu,
þannig að af þeim má ekkert læra. Vand-
inn er að þessir sömu miðlungsleikmenn
taka mínútur frá ungum og oft bráðefni-
legum leikmönnum. Þetta er slæm þróun
og ekki íþróttum til framdráttar. Flest
íþróttafélög í hópíþróttum eru komin í
eltingarleik, þar sem reglur eru óljós-
ar, andstæðingurinn falinn og enginn
veit hvert markið er. Hér verða menn að
staldra við og hugsa dæmið frá byrjun.
Hvenær förstu aö þjálfa oy hvers
vegna?
Ég byrjaði að þjálfa mjög snemma. Ég
var sennilega 16 ára þegar ég tók að
mér tvo yngri flokka og þjálfaði síðan
alltaf yngri flokka samhliða því að spila
og stunda nám. Mér fannst það afar
skemmtilegt og gefandi. Ég var með
marga góða flokka sem unnu alla titla.
En þar sem ég er bæði verulega manískur
og mikill keppnismaður fékk ég mik-
inn áhuga á þjálfun og drakk í mig allan
fróðleik, námskeið, bækur og pæling-
ar. Svo tók ég við meistaraflokki þegar
ég var 25 ára, sem spilandi þjálfari. Ég
sé núna að það var of snemmt, en því
verður ekki breytt. Ég fór svo meira út í
þjálfun vegna sem að lokum gerðu það
að verkum að ég þurfti að hætta að spila
miklu fyrr en ég hafði ætlað. Orðatil-
tækið heilbrigð sál í skemmdum líkama
á hér ágætlega við, en sálin er mjög heil
eftir gott uppeldi hjá Val.
Hvernig er draumakörfuboltalið
Vals?
Flott spuming, það hafa margir mjög
góðir leikmenn spilað í rauða búningn-
um. Ég myndi hafa Pétur Guðmundsson
og Magnús Matthíasson sem miðherja,
einnig með þeim undrabamið Símon
Ólafsson. Þá sé ég fyrir mér Torfa Magn-
ússon, sem hélt alltaf að hann væri mið-
herji, sem framherja og með honum
Kristján Ágústsson. Þá er baklínan vel
mönnuð. Sem bakverði myndi ég velja
Tómas Holton, Ragnar Þór Jónsson
(ómeiddan) og Þóri Magnússon. I liðinu
yrðu tveir erlendir leikmenn sem lelk-
ið hafa með okkur og skilið mikið eftir,
snillingurinn Franc Booker og varn-
armaðurinn Brad Miley, sem lék með Val
1980. Hann kom frá Indiana State háskól-
anum og lék þar m.a. með Larry Bird og
ívari Webster. Ég mundi svo þjálfa liðið
og spila með. Auðvelt verk. Þetta lið yrði
með öllu ósigrandi og limaburður fegurri
en áður hefur sést.
Hefup þú einhver ráð eöa skilaboð
til ungra og efnilegra Valsmanna?
Ráð mitt er einfalt: Haldið áfram að
leggja metnað í það sem þið gerið, í
körfubolta eða öðru því sem þið takið
ykkur fyrir hendur. Það mun skila sér
margfalt til baka. Þá hvet ég allt ungt
fólk til að vera duglegt að æfa körfubolta
og borða mikið af tröllamjöli til að öðl-
ast styrk og þol. Ég er sannfærður að
það er ekki bara björt framtíð hjá körfu-
knattleiksdeild Vals, heldur skellibjört.
Að lokum vil ég gera orð séra Friðriks
að mínum: Látið aldrei kappið bera feg-
urðina ofurliði.
Valsblaðið 2006
57