Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 64

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 64
íþróttamaður Vals árið 2004, Berglind íris Hansdóttir, gerð- ist atvinnumaður í Danmörku á árinu eins og unnusti hennar Bjarni Ólafur Eiríksson, íþróttamaður Vals 2005. enduðu tímabilið á glæsilegan hátt, með því að vinna alla fjóra leiki sína, tvo gegn Haukum í undanúrslitum og tvo gegn IBV í úrslitum. Stelpumar sýndu eins og strákarnir mjög góðan handbolta en herslumuninn vantaði upp á að klára deildina og bikarinn. Deildarbikarinn var hins vegar glæsilegur titill og kærkom- inn. Evrópuævintýri meistaraflokka karla oy kvenna Báðir meistaraflokkar tóku þátt í Evr- ópukeppni og var það mikið ævintýri fyrir leikmenn og alla sem að starfinu standa. Strákarnir höfðu ekki heppn- ina með sér og fengu arfaslakt lið frá Georgíu í 1. umferð. Báðir leikirnir fóru fram hér heima og var getumunurinn á liðunum mikill. Ekki orð um það meira. I 2. umferð mættu strákarnir Sjundeá frá Finnlandi og með frábærum útisigri í fyrri leiknum tryggðu þeir sig í 3. umferð EHF keppninnar. Þar mætti liðið Skövde frá Svíþjóð og urðu strákarnir að játa sig sigraða gegn mjög sterku liði Svíanna, en það var ekki mikið sem skildi liðin að og ánægjulegur heimasigur batt enda á þátt- töku strákanna í keppninni. Stelpurnar hófu sitt Evrópuævintýri í 16 liða úrslitum Askorendakeppn- innar, en þar mætti liðið HC Athinaikos frá Grikklandi. Báðir leikirnir fóru fram í Grikklandi og eftir tap í fyrri leiknum sneru stelpurnar blaðinu við og komust í átta liða úrslit keppninnar. Þar drógust þær gegn svissneska liðinu LC Bruhl og fóru báðir leikimir fram í Laugardals- höll. Eftir tvo skemmtilega leiki náðu Valsstelpurnar að sigra og vom þar með komnar í undanúr- slit keppninnar, sem jafn- ar besta árangur íslensks kvennaliðs í Evrópu- keppni. I undanúrslitunum mætti liðið CS Tomis Con- stanta frá Rúmeníu og þar varð útileikurinn liðinu að falli, en hann tapaðist með 12 mörkum. Stelpumar sýndu hins vegar frábæran leik á heimavelli og unnu með 7 mörkum í besta kvennahandboltaleik hér- lendis á síðari árum. Það er alveg ljóst að þátttaka Vals í Evrópukeppni síðastliðin tvö ár hefur gefið okkur mikið. Leikur strákanna við Skövde hér heima og leikur stúlknanna við Constanta vom félaginu til mikils sóma. Margir áhorfendur mættu og stemningin var mjög skemmtileg. Þátttaka í Evrópukeppni skilar leikmönn- um reynslu og það er mat okkar að hún hafi skilað sér í betri spilamennsku liðanna í deildinni hér heima. Hins vegar var ákveð- ið að hvíla Evrópukeppnina á yfirstandandi tímabili og er ástæðan einfaldlega sú hversu gríðarleg vinna fer í að láta enda ná saman við slíka þátttöku. Handboltinn er í þann- ig stöðu núna að eingöngu kostnaður er við að taka þátt í Evrópukeppni og mikið álag er á sjálfboðaliðum og leikmönnum sjálfum við fjáröflun til þátttökunnar. Við erum þó reynslunni ríkari og munum að sjálfsögðu taka þátt í Evrópukeppni í nýju húsi á næsta ári. Breytingar á stjórn Nokkrar breytingar urðu á stjórn deild- arinnar í sumar. Stefán Karlsson tók við formennsku, auk þess sem Sigríður Jóna Gunnarsdóttir og Sigurjón Þráinsson bættust í hópinn. Jóhann Þórarinsson og Bjarni Gunnarsson létu af stjómarsetu en tóku þess í stað sæti í fjárhagsráði og styðja dyggilega við störf deildarinnar. Samningar viö leikmenn til þriggja ára Strax í vor var farið af stað með að semja til lengri tíma við leikmenn meistara- flokkanna, en þá vinnu leiddu, ásamt stjórn, þeir Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson, sem ættu að vera flestum Valsmönnum kunnir. Niðurstaðan varð sú að velflestir leikmenn eru samnings- bundnir félaginu til þriggja ára og er það gríðarlega sterkt. Breytingar á leikmannahópi Þó nokkrar breytingar urðu á leikmanna- hópum liðanna fyrir tímabilið. Stórt skarð var höggvið í kvennaliðið þegar besti leikmaður íslandsmótsins undanfar- in ár, Berglind Iris Hansdóttir, ákvað að freista gæfunnar í dönsku deildinni og gekk til liðs við SK Árhus. Frábært fyrir Berglindi að komast að í bestu kvenna- deild í heimi og til marks um hversu frá- bær leikmaður hún er. Auk hennar lagði Sigríður Jóna Gunnarsdóttir markmaður skóna á hilluna. í þeirra stað eru komn- ar þær Pavla Skavronkova og Jolanta Slapekiene. Pavla er tékknesk landsliðs- kona og hefur spilað í heimalandi sínu og í Slóveníu undanfarin ár. Jolanta er frá Litháen en hún hefur leikið hér á landi í nokkuð mörg ár með FH í Hafnarfirði. Soffía Rut Gísladóttir kom til baka frá Spáni og Gréta Þórsdóttir Björnsson kom til liðs við okkur frá Danmörku. Þá gekk Hildigunnur Einarsdóttir til liðs við félagið frá Fram, en hún var nýlega valin í kvennalandsliðið undir stjóm Júlíusar Jónassonar. Að auki hefur Brynja Stein- sen tekið fram skóna að nýju og hefur reynst og mun reynast mikill liðsstyrkur. Kvennaliðið fékk svo frekari liðsstyrk í lok október þegar Guðrún Drífa Hólm- geirsdóttir gekk til liðs við félagið. Alla Georgijsdóttir Gokorian hefur hins vegar ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril á íslandi með Val, Gróttu-KR og ÍBV. Við vonumst þó til að njóta krafta hennar áfram á öðmm vettvangi enda afburðamanneskja þar á ferð og frábær handboltakona. Olajhr Haukur Gíslason í sjónvarpsviðtali. 64 Valsblaðið 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.