Valsblaðið - 01.05.2006, Page 70

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 70
Eftir Margréti Ivarsdóttur v%. v'yxrltji,, * 4 \ " JkJí v X * # í "VvVt \\ i , \ » V /* • A HfctV/ f Wv y Hvað er félagið? Hvað er Knattspymu- félagið Valur? Er það eingöngu nafnið? Hvað dettur okkur í hug þegar við nefn- um orðið VALUR? Þetta er eflaust mis- jafnt eftir því hver á í hlut. Hvað er mik- ilvægast í svona félagi? Er það nafnið, aðstaðan, húsnæðið, iðkendurnir, þjálf- ararnir, stjórnunin, stjórnin eða kannski foreldrarnir? Ja, lítil væri iðkunin og keppnin ef ekki væru iðkendurnir. Leik- menn sem æfa og spila með flokkunum, allt frá 8. flokki upp í meistaraflokk, kvenna og karla. Hvar hefst þetta allt? Dæmi eru um iðkendur í knattspyrnunni, allt niður í 4-5 ára. Hver skyldi nú sjá um það og að koma þeim á æfingar? Grasrótarstanf foreldra Þáttur foreldra er að mörgu leyti fal- inn, en afskaplega nauðsynlegur. Hann er sannkallað grasrótarstarf. Sumir for- eidrar kjósa að starfa í foreldraráðum, fara sem fararstjórar á mót, vinna jafnvel sem liðsstjórar eða aðstoðarfólk þjálf- ara á mótum og sjá reyndar stundum um allan undirbúning móta, fyrir utan þjálf- un iðkendanna. Víst er að ekki væri utan- umhald margra móta eins gott og raun ber vitni, ef ekki kæmi til óeigingjörn sjálfboðavinna foreldra. Aðrir foreldra vinna „í kyrrþey" ef svo má segja. Það eru foreldrarnir sem vakna til dæmis eldsnemma á sunnudagsmorgnum og keyra börnin sín á æfingar niður í Val. Keyra þau á hverja æfinguna og keppn- ina á fætur annarri; í Egilshöll, út í KR, í Reykjaneshöllina, til Vestmannaeyja og Akureyrar, á Akranes og eyða þar oftar en ekki hálfu og heilu helgunum. Þeir mæta með aukafötin og nestið, reima, girða og snýta. Þeir hvetja og hrósa og hugga þegar illa gengur. Aðrir foreldrar hafa árvisst ekið með frosna rækjupoka um heilu og hálfu hverfin, fyrir jól og páska, allt í sjálfboðavinnu, og allt fyrir félag bamanna sinna. Mikil vinna að sinna (oreidahlutverki í íþróttafélagi Að vera foreldri iðkanda er í raun mikil vinna. En er þetta ekki allt gert í þágu barnanna? Vissulega, en ekki síður fyrir félagið. Flestum foreldrum þykir vonandi vænt um Val, félag barnanna og verða sjálfir Valsarar, ef þeir voru það ekki fyrir. Foreldrar gegna mikilvægu en oft vanþakklátu sjálfboðaliða- og forvarn- arstarfi. Félagið á að styðja við bakið á foreldrum eins og foreldrar styðja við bakið á Val. Það ætti til dæmis að verð- launa foreldra, eins og stjómarfólk og starfsfólk félagsins. Það eru allir hlekkir í sömu keðjunni, allir sem taldir em upp hér að ofan. Félagið getur ekki starfað ef einn hlekk vantar. Saman myndum við sterkt félag. ÁFRAM VALUR! Höfundur hefur árum saman átt börn í yngri flokkum Vals og setið íforeldra- ráðum, unglingaráði og stjórn knatt- spyrnudeildar 70 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.