Valsblaðið - 01.05.2006, Page 72

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 72
Ungir Valsarar Þú veröur að þora að skora Blrna Guömundsdóttlr lefftur handbolta með 4. flokki Birna er fjórtán ára og hefur æft hand- bolta síðan hún var átta ára. Hún flutti í Hlíðarnar á þeim aldri og það er pabba hennar að þakka að hún fór í Val og byrj- aði að æfa handbolta. Hún kveðst mjög fegin að hafa farið í Val af því að það sé einfaldlega besta liðið. Foreldrar henn- ar hafa stutt við bakið á henni og henni finnst stuðningur foreldra skipta afar miklu máli til að ná langt í íþróttum. - Hvernig gengur ykkur? í fyrra fórum við á nokkur mót en þau sem stóðu upp úr voru Partille Cup í Svíþjóð þar sem við duttum út í 16 liða úrslitum og þegar við fórum til Akureyrar og lentum í 3. sæti þar. Okkur hefur ekki gengið alltof vel í vetur, við erum bara með eina manneskju á eldra ári og þetta er þess vegna mjög erfitt. Vörum að keppa á Reykjavíkurmótinu svo er Islandsmótið byrjað og það geng- ur ágætlega. - Skemmtileg atvik úr boltanum. Ætli það hafi ekki verið í fyrra þegar við gerðum jafntefli við ÍR. Létum eins og við hefðum unnið heimsmeistaramót. Svo gerðust fullt af fyndnum atvikum á Partille. Til dæmis þegar Sara Sig. fann prik á götunni og fór að leika sér að kasta því upp í loftið, ekkert áhugavert við það, fyrr en við komumst að því að þetta var þornaður hundaskítur. Hlógum mikið. - Fyrirmyndir í handboltanum? Fullt af fyrirmyndum. Þær sem standa upp úr eru Agústa Edda í Val, Guðjón Valur og Óli Stefáns. Ætli Óli Stef. og Guðjón Valur séu ekki bara bestir. - Hvað þarf til að ná langt í hand- bolta eða íþróttum almennt? Það þarf metnað og aukaæfingar. Mig langar að verða aðeins víðsýnni á vell- inum og það gæti líka komið sér vel að geta skotið með vinstri. - Hvers vegna handbolti? Handbolti er skemmtilegasta íþróttin án efa. Ég æfði einu sinni skauta. Var þá bara sex ára og var fljót að átta mig á því að það væri ekki mín íþrótt. Handboltinn er mjög mikilvægur í lífi mínu, félags- lega, líkamlega og andlega. - Hverjir eru framtíðardraumar þínir í handbolta og lífinu almennt? Mig langar að fara til Danmerkur sem atvinnumaður. - Þekktur Valsari í fjölskyldu þinni? Frændi minn, Bergur Már Emilsson körfuboltamaður og þjálfari hjá Val. - Hvernig líst þér á nýju aðstöðuna sem verður hjá Val í handbolta? Ótrúlega vel. Ég hlakka mikið til að fara að æfa þama. Mér skilst að þetta sé svakalega flott. Samt sakna ég svolítið gamla Valsheimilisins. - Hver stofnaði Val og hvenær? Séra Friðrik Friðriksson, 11. maí árið 1911, maður er með það á tandurhreinu. - Áttu þér lífsmottó eða lífsspeki? ,T>ú verður að þora til að skora“ og ,Jcomdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ íþróttaskóli fyrir 6 ára íþróttaskóli Vals fyrir sex ára börn hefur verið starfræktur í vetur eins og und- anfarin ár. íþróttaskólinn sem fram fer innan hverfaskólanna þriggja, Aust- urbæjarskóla, Háteigsskóla og Hlíða- skóla, er samstarfsverkefni Vals og Reykjavíkurborgar þar sem öllum sex ára bömum á starfssvæði Vals er boðið upp á fría íþróttakennslu tvisvar sinnum í viku á starfstíma frístundaheimila skól- anna. Aðalmarkmið skólans er að auka hreyfingu bama í 1. bekk gmnnskóla undir handleiðslu fagfólks. Reykjavík- urborg kostar verkefnið en Valur er framkvæmdaraðili þess og sér um alla skipulagningu. Iþróttaskólinn er til húsa í íþróttahúsum Austurbæjarskóla og Háteigsskóla en vegna þétt- rar stundatöflu í Hlíðaskóla fer íþróttaskólinn fram í gamla saln- um að Hlíðarenda í vetur. Mikil þátttaka hefur einkennt íþróttaskólann undanfarin ár og eru nú yfir 90% barna í 1. bekk hverfaskólanna þriggja í starfinu. Lögð er áhersla á fjölbreytt hreyfi- nám í gegnum leiki og auk þess em íþróttagreinamar þrjár, sem stundaðar em innan Vals, kynntar sérstaklega. Mikil ánægja er með íþrótta- Pétur Veigar Pétursson, skólann meðal foreldra og hafa bömin íþróttafulltrúi Vals bæði gagn og gaman af þátttökunni. 72 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.