Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 72

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 72
Ungir Valsarar Þú veröur að þora að skora Blrna Guömundsdóttlr lefftur handbolta með 4. flokki Birna er fjórtán ára og hefur æft hand- bolta síðan hún var átta ára. Hún flutti í Hlíðarnar á þeim aldri og það er pabba hennar að þakka að hún fór í Val og byrj- aði að æfa handbolta. Hún kveðst mjög fegin að hafa farið í Val af því að það sé einfaldlega besta liðið. Foreldrar henn- ar hafa stutt við bakið á henni og henni finnst stuðningur foreldra skipta afar miklu máli til að ná langt í íþróttum. - Hvernig gengur ykkur? í fyrra fórum við á nokkur mót en þau sem stóðu upp úr voru Partille Cup í Svíþjóð þar sem við duttum út í 16 liða úrslitum og þegar við fórum til Akureyrar og lentum í 3. sæti þar. Okkur hefur ekki gengið alltof vel í vetur, við erum bara með eina manneskju á eldra ári og þetta er þess vegna mjög erfitt. Vörum að keppa á Reykjavíkurmótinu svo er Islandsmótið byrjað og það geng- ur ágætlega. - Skemmtileg atvik úr boltanum. Ætli það hafi ekki verið í fyrra þegar við gerðum jafntefli við ÍR. Létum eins og við hefðum unnið heimsmeistaramót. Svo gerðust fullt af fyndnum atvikum á Partille. Til dæmis þegar Sara Sig. fann prik á götunni og fór að leika sér að kasta því upp í loftið, ekkert áhugavert við það, fyrr en við komumst að því að þetta var þornaður hundaskítur. Hlógum mikið. - Fyrirmyndir í handboltanum? Fullt af fyrirmyndum. Þær sem standa upp úr eru Agústa Edda í Val, Guðjón Valur og Óli Stefáns. Ætli Óli Stef. og Guðjón Valur séu ekki bara bestir. - Hvað þarf til að ná langt í hand- bolta eða íþróttum almennt? Það þarf metnað og aukaæfingar. Mig langar að verða aðeins víðsýnni á vell- inum og það gæti líka komið sér vel að geta skotið með vinstri. - Hvers vegna handbolti? Handbolti er skemmtilegasta íþróttin án efa. Ég æfði einu sinni skauta. Var þá bara sex ára og var fljót að átta mig á því að það væri ekki mín íþrótt. Handboltinn er mjög mikilvægur í lífi mínu, félags- lega, líkamlega og andlega. - Hverjir eru framtíðardraumar þínir í handbolta og lífinu almennt? Mig langar að fara til Danmerkur sem atvinnumaður. - Þekktur Valsari í fjölskyldu þinni? Frændi minn, Bergur Már Emilsson körfuboltamaður og þjálfari hjá Val. - Hvernig líst þér á nýju aðstöðuna sem verður hjá Val í handbolta? Ótrúlega vel. Ég hlakka mikið til að fara að æfa þama. Mér skilst að þetta sé svakalega flott. Samt sakna ég svolítið gamla Valsheimilisins. - Hver stofnaði Val og hvenær? Séra Friðrik Friðriksson, 11. maí árið 1911, maður er með það á tandurhreinu. - Áttu þér lífsmottó eða lífsspeki? ,T>ú verður að þora til að skora“ og ,Jcomdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ íþróttaskóli fyrir 6 ára íþróttaskóli Vals fyrir sex ára börn hefur verið starfræktur í vetur eins og und- anfarin ár. íþróttaskólinn sem fram fer innan hverfaskólanna þriggja, Aust- urbæjarskóla, Háteigsskóla og Hlíða- skóla, er samstarfsverkefni Vals og Reykjavíkurborgar þar sem öllum sex ára bömum á starfssvæði Vals er boðið upp á fría íþróttakennslu tvisvar sinnum í viku á starfstíma frístundaheimila skól- anna. Aðalmarkmið skólans er að auka hreyfingu bama í 1. bekk gmnnskóla undir handleiðslu fagfólks. Reykjavík- urborg kostar verkefnið en Valur er framkvæmdaraðili þess og sér um alla skipulagningu. Iþróttaskólinn er til húsa í íþróttahúsum Austurbæjarskóla og Háteigsskóla en vegna þétt- rar stundatöflu í Hlíðaskóla fer íþróttaskólinn fram í gamla saln- um að Hlíðarenda í vetur. Mikil þátttaka hefur einkennt íþróttaskólann undanfarin ár og eru nú yfir 90% barna í 1. bekk hverfaskólanna þriggja í starfinu. Lögð er áhersla á fjölbreytt hreyfi- nám í gegnum leiki og auk þess em íþróttagreinamar þrjár, sem stundaðar em innan Vals, kynntar sérstaklega. Mikil ánægja er með íþrótta- Pétur Veigar Pétursson, skólann meðal foreldra og hafa bömin íþróttafulltrúi Vals bæði gagn og gaman af þátttökunni. 72 Valsblaðið 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.