Valsblaðið - 01.05.2006, Side 80

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 80
Ungir og efnilegir Valsmenn, i Kaupmannahofn i sumar Körfuboltamenn í shemmtilegri æfingaferö Það voru glaðir Valsarar sem héldu til Kaupmannahafnar í ágúst síðastliðnum. Allir voru búnir að æfa vel og mikið allt sumarið, bæði sjálfir og að lyfta hjá Orra einkaþjálfara og átti þessi ferð að vera hápunktur sumarsins fyrir okkur strák- ana. Nokkrir af yngri leikmönnum liðs- ins voru eins og beljur sem var verið að hleypa út að vori, svo mikill var spenn- ingurinn. I ferðina fóru aðallega yngri leikmenn meistaraflokks með nokkrum undantekningum, en eldri og „æðri“ leik- menn fengu að slappa af heima á meðan. Grínið byrjaði í raun um leið og við komum í Leifsstöð. Af einhverjum ástæðum voru kílómetra langar raðir við öll innritunarborðin. þegar undirrit- aður mætti í flugstöðina ásamt fríðu föruneyti. Eggert, Sæbi og nokkrir aðrir strákar voru komnir í miðja röðina og sáum við hinir ekkert því til fyrirstöðu að ryðjast fram fyrir tugi manns til að vera hjá þeim. Þetta skapaði okkur ekki miklar vinsældir. Þegar allir voru búnir að skrá sig í flug áttaði ónefndur aðili sig á að hann hafði gleymt sér í spenn- ingnum að vera loksins kominn eitthvað án mömmu og pabba og gleymt veskinu sínu og miðanum heim niðri í innskrán- ingu. Sem betur fer hafði einn af reynd- ari leikmönnum liðsins séð dótið hans og tekið það með. Stuttu síðar vorum við lentir í Kaupmannahöfn. Sumir voru teknir í gegn strax fyrsta kvöldið á reynslu- leysinu og látnir borga þrefalt í leigu- bfl. Við gistum á flottu farfuglaheim- ili á Islandsbryggju, þar sem var stutt á Strikið og ekki langt í íþróttahúsið í strætó. Fyrsta kvöldið var ekki mikið gert, strákarnir fóru hver í sína átt að fá sér að borða, en svo var farið inn að sofa. Daginn eftir var vakið klukkan korter fyrir átta og áttu menn að vera tilbúnir í lobbýinu klukkan 8:00. Það átti þó eftir að reynast erfitt næstu daga og voru nokkrir einstaklingar í liðinu einstaklega duglegir við að láta bíða eftir sér. Förinni var heitið í íþróttahöllina á Amager, sem er heimavöllur eins besta liðs Danmerkur, en með þeim spila einmitt bæði Jesper Sörensen og Grétar Örn Guðmundsson, sem áður voru leikmenn KR. Þangað vorum við komnir rétt fyrir níu og tókum vel á því þennan fyrsta dag. I Amagerhallen tók á móti okkur mjög viðkunnaleg- ur maður sem hét Klaus og lét okkur fá lykla og sagði okkur Neðsta röð frá vinstri: Kjartan Ragnars, Hjalti Friðriksson, Páll Fannar Helgason, Arnór Þrastarson, Stefán Nikulásson (ligg- ur), Dzemal Licina, Haraldur Valdimars- son, Steingrímur Gauti Ingólfsson. Fyrir miðju frá vinstri: Gústaf Hrafn Gústafsson, Magnús Björgvin Guðmundsson, Hafsteinn Rannversson, Valtýr Sigurðarson, Kolbeinn Soffíuson. Efsta röð frávinstri: Sœvaldur Bjarnason, Sigvaldi Eggertsson (bakvið) og Eggert Maríuson. að láta eins og heima hjá okkur. Seinna um daginn spiluðum við okkar fyrsta leik, við dönsku meistarana í SISU. Ekki er frá miklu að segja, nema að við vorum algerlega í hlutverki fómarlamba og sáum ekki sólina fyrr en að við gengum út úr íþróttahöllinni aftur. Þeir voru með líkamlega yfirburði og leikreynslu, en við gengum út reynslunni ríkari. Um kvöldið fór hver í sína átt, en allir áttu að vera komnir inn klukkan 23:00 annars yrði hlaupið fyrir hvern leikmann og hverja mínútu sem sá kæmi seint. Enn sýndi reynsluleysið sig hjá yngri leikmönn- unum þar sem fjórir þeirra komu tveimur mínútum of seint. Það þýddi náttúrulega ekkert annað en átta stykki „suicide“ sem við greiddum morguninn eftir. Næsti dagur var svipaður deginum á undan - vakið í kringum átta og við vorum mættir í Amagerhallen rétt fyrir níu. Sæbi þjálfari ákvað að vera sniðugur og gleyma lyklunum að boltakörfunni í húsinu, þannig að það eina sem hægt var að gera var að taka þrekæfingu. Við tókum vel á því til hádegis og fengum frjálsan tíma fram á seinni partinn, en 80

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.