Valsblaðið - 01.05.2006, Page 81

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 81
Ferðasaga Sœvaldur Bjarnason aðstoðarþjálfari meistaraflokks. þá tók við annar leikur, nú við Amager. Við vorum greinilega ekki sáttir við tapið daginn áður og það sást vel. Allt annað lið mætti til leiks og áttu heimamenn í Amager í stökustu vandræðum með okkur lengi vel. Þegar líða tók á leikinn fórum við samt að finna meira fyrir hæð- armuninum og líkamlegum yfirburðum andstæðing- anna og náðu þeir að knýja fram sigur að lokum. Engu að síður góð frammistaða hjá okkar mönnum og greinilegt að menn höfðu betra hugarfar. Leikurinn var búinn frekar seint þann- ig að menn fóru beint heim. Daginn eftir var svo æfing og leikur eins og hina dag- ana. Við spiluðum við 1. deildarliðið Falcon og sigr- uðum þá eftir mikla bar- áttu. Það varð síðasti leikurinn okkar og morguninn eftir var síðasta æfingin. Þá voru farin að sjást þreytumerki á mönn- um og undir lok þessara þriggja tíma æfingar munaði litlu að færi að sjóða upp úr hjá nokkrum okkar. Eftir hádegið var okkur gefið frí og fóru sumir í Tívolí, aðrir að versla og nokkrir okkar böðuðu sig í sólinni í Kongens Have sem margir þekkja einnig sem Rosenborgargarðinn. Þessi ferð gerði okkur Valsmönnum mjög gott. Bæði efldi hún liðsandann og margir tóku mjög miklum framförum. Við erum með ungt lið og það er klárt mál að með réttu hugarfari og góðum æfingum er ekki langt í að Valsmenn eigi lið í fremstu röð hér á íslandi. Þeir sem fóru í ferðina voru Eggert og Sæbi þjálfarar, Sigvaldi sonur Eggerts, Valtýr, Kolbeinn, Hafsteinn, Magnús, Hjalti, Haraldur, Páll Fannar, Amór, Kjartan, Gústaf, Dzemal, Stefán og Steingrímur. Steingrímur Gauti Ingólfsson, Leikmaður unglingaflokks og meistaraflokks Matsölustaður við öll tækifæri Kringlukráin er lifandi veitingahús og þar er áhersla lögð á notalegt umhverfi, faglega þjónustu og góðan mat. Matseðillinn okkar er í senn einstakur og íjölbreyttur. Á honum eru vandaðir réttir við allra hæfi sem framreiddir eru úr besta fáanlega hráefni hverju sinni. Girnileg salöt, bökur, pastaréttir, fiskiréttir og safaríkar steikur, ásamt ekta ítölskum pizzum, hamborgurum, samlokum og fl. Einnig höfum við upp á að bjóða gott úrval léttvína. Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti Hópamatseðill • Sér salur fyrir hópa Fjölbreyttur sérréttamatseðill Lifandi tónlist föstudags- og laugardagskvöld með bestu hljómsveitum landsins. www.kringlukrain.is

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.