Valsblaðið - 01.05.2006, Side 86
Mfum að hugsa vel
, _ ana
Ágúst Júhannsson er metnaöarfullur ug hæfur þjálfari sem hefur starfað um
árabil fyrir handknattleiksdeild Vals
/ faðmi fjölskyldunnar, Sigríður Unnur Jónsdóttir og Agúst Jóhannsson ásamt dœtrum
sínum, Asdísi Póru og Lilju.
Ágúst Jóhannsson er okkur Valsmönn-
um að góðu kunnur en hann hefur
starfað fyrir félagið með hléum frá
árinu 1999, meðal annars sem aðstoð-
arþjálfari meistaraflokks karla, yfir-
þjálfari en lengst af sem þjálfari meist-
araflokks kvenna.
Ágúst gerði stelpumar að bikarmeist-
urum árið 2000, sællar minningar, auk
þess sem liðið varð Deildarbikarmeistari
síðastliðið vor undir hans stjórn, en hann
tók aftur við liðinu fyrir síðasta tímabil.
Ritnefndin ákvað að hafa samband við
Ágúst og forvitnast um þennan hæfa
þjálfara og spjalla við hann um hand-
bolta en ekki síður kynnast manninum á
bak við þjálfarann. Gæti verið að ljúfur
leynist fjölskyldumaður á bak við þann
sem lætur mikið í sér heyra á hliðarlín-
unni?
Fæðingardagur, fæðingarár og fjöl-
skylduhagir? „Ég fæddist 19. febrú-
ar 1977 og er kvæntur Sigríði Unni
Jónsdóttur og við eigum tvær yndislegar
dætur, Ásdísi Þóru fjögurra ára og Lilju
tveggja ára.“
Sem uppalinn KR-ingur, hvað fékk þig
til þess að ganga til liðs við Val? „Það
var nú erfitt á sínum tíma. Oskar Bjarni
2
var búinn að reyna fá mig í Val í nokk-
ur ár. Svo bauðst mér að þjálfa meist-
araflokk kvenna og ég sló til. Algjört
bíó þegar við félagarnir settumst niður
og hann var að semja við mig fyrir hönd
Vals. Ég sé alls ekki eftir því enda hefur
mér alltaf liðið vel hjá félaginu."
Fólk þekkir ágætlega afrek þín sem
þjálfari, en hvað með leikmannsfer-
ilinn? „Ég tók snemma ákvörðun um að
ég ætlaði mér að verða þjálfari og byrj-
aði mjög ungur að þjálfa. Mér fannst allt-
af mjög spennandi að vera þjálfari. Sem
leikmaður lék ég tvö tímabil í efstu deild
og féll bæði árin. Eftir að ég féll í seinna
skiptið ákvað ég að segja þetta gott.“
Við hvað starfarðu utan þess að þjálfa?
„Ég starfa sem sölustjóri hjá Kerfi.“
Hvernig myndirðu lýsa sambandi þínu
og aðstoðarþjálfara meistaraflokks
kvenna, Karls Guðna Erlingssonar?
„Samband okkar er frábært. Við tölum
saman 2-3 sinnum á dag og er hann ekki
síður aðalþjálfari en ég. Fyrir okkur
skiptir ekki máli hvor er hvað, held-
ur höfum við skýra verkaskiptingu. Þá
skiptingu höfum við aldrei rætt, held-
ur þekkjum við hvor annan það vel að
við vitum nákvæmlega hvar styrkleik-
ar okkar liggja. Samstarfið er mjög gott
og er Kalli einn sá allra færasti sem ég
hef starfað með. Það er gaman að segja
frá því að fyrir 20 árum var Jóhann Ingi
þjálfari KR liðsins í handbolta og Kalli
var þá aðstoðarmaður hans. Það má segja
að þar hafi samstarf okkar Kalla hafist en
þá var ég einmitt vatnsberi, 9 ára gam-
all.“
Ertu duglegur að hjálpa til við heim-
ilisverkin? „Úff, já ætli ég standi mig
ekki bara þokkalega. Annars sér frúin
aðallega um þetta og stendur sig alveg
prýðilega. Því sé ég ekki alveg ástæðu
til að breyta þessari verkaskiptingu. Veit
samt ekki hvort hún sé endilega sammála
mér í því.“
86
Valsblaðið 2006