Valsblaðið - 01.05.2006, Side 87
Eftir Stefán Karlsson
Pjálfarar meistaraflokks kvenna Karl Guðni Erlingsson aðstoðarþjálfari og Ágúst
Jóhannsson.
Margir Yalsmenn þekkja Sigríði Unni,
konu þína, og vita því að þú ert vel
giftur. Hverja telurðu helstu kosti
Sigríðar og hvernig kynntust þið?
„Úff ... hún er skipulagðasta manneskja
sem ég hef kynnst, sem er mjög gott en
stundum tómt vesen fyrir mig. Hún hefur
marga kosti og t.a.m. enn að þola þetta
handboltavesen á manni allan sólarhring-
inn. Það er sennilega ekkert grín. Ég
kynntist henni í Valsheimilinu fyrir u.þ.b.
7 árum og það má segja að upphafið hafi
verið ákveðið bíó útaf fyrir sig. Segi ekki
meir.“
Myndir þú segja að þú værir fjöl-
skyldumaður? „Já, engin spurning. Ég
er mjög vel giftur og á yndisleg böm. Þó
að ég sé oft upptekinn vegna vinnu og
handboltans þá finnst mér lífið bjóða upp
á svo margt annað og vil verja sem flest-
um stundum með fjölskyldunni. Lífið
snýst um að fjölskyldulífið gangi vel og
bömunum líði vel og í lífi mínu er fjöl-
skyldan í fyrsta sæti.“
Margir muna eftir þér í miklum ham
á hliðarlínunni þegar þú stjórnar liði
þínu. Af hverju lifirðu þig svona mikið
inn í handbolta? „Mér finnst ég alltaf
vera sallarólegur. En það er bara þannig
að ég er mikill keppnismaður og lifi mig
mikið inn í leikinn. Svona er ég bara og
það breytist sennilega aldrei. Svo fylgir
þessum bolta mikið stress en það er svo
sem eðli starfsins. Ég veit ekki um neinn
þjálfara sem er ekki stressaður fyrir og í
leik.“
Hversu mörg símtöl hringir þú á dag?
„Símtölin hafa aldrei verið talin.“
Nú hefur þú þjálfað lengi hjá Val og
kynnst ýmsu. Hvernig líst þér á fram-
tíð handboltans í Val? „Nokkuð vel.
Við emm með góða meistaraflokka bæði
karla- og kvennamegin. Bæði liðin em
á góðum aldri og mikil framtíð í þeim.
Hins vegar þurfum við að hugsa vel um
yngri flokkana. Aðstaðan er að verða frá-
bær og ég er bjartsýnn á framtíðina."
Hvernig finnst þér staðið að málum
hjá handknattleiksdeild Vals? „Mjög
vel. Hef ekki út á margt að setja og vona
að starfið haldi áfram að vera jafn gott og
það er núna og verði enn betra á næsta
tímabili í nýju og glæsilegu húsi. Stjóm
deildarinnar og félagsins á hrós skilið að
mínu mati.“
Hver myndir þú segja að væri þín
stærsta stund sem þjálfari? „Bikarinn
1999-2000, úrslitakeppnin hjá körlunum
2002-2003 og síðan var tímabilið í fyrra
mikil upplifun. Náðum mjög langt í
öllum mótum og frábært að spila í und-
anúrslitum Evrópukeppninnar."
í framhaldi af því, hverja telurðu
stærstu stund þína í lífínu? „Giftinguna
og fæðingar dætra minna. Ótrúlegar
stundir sem ég gleymi aldrei. Þær voru
gleðilegri og erfiðari en nokkur hand-
boltaleikur."
Att þú þér einhverjar fyrirmyndir í
boltanum? „Geir Sveinsson. Frábær
þjálfari, það er algjör synd að hann sé
ekki að þjálfa núna. Ótrúlega sterkur per-
sónuleiki sem ég vona innilega að eigi
eftir að snúa sér aftur að þjálfun."
Nú er komin pása hjá stelpunum og
þær eru í toppbaráttu. Megum við eiga
von á því að Iiðið nái í titil á yfirstand-
andi tímabili líkt og síðastliðið vor?
„Markmið mitt er að ná góðum árangri
með liðið í vetur líkt og í fyrra. Miðað
við stöðu liðsins núna er ekki óeðlilegt
að stefna á titil í vetur. Svo svarið er já.“
Að lokum: Ertu með einhver góð ráð
fyrir unga og upprennandi leikmenn
hjá Val? „Nokkrir málshættir hafa lengi
loðað við fþróttir; œfingin skapar meist-
arann og þeir hœfustu lifa af. Þetta eru
góð ráð sem mér finnst að allir geti og
ættu að tileinka sér, hvort sem það er í
íþróttum eða öðru. Hins vegar kemur
enginn til með að ná árangri án þess að
hafa trú á sjálfum sér. Allir ættu að muna
það.“
Ágústi er þakkað fyrir gott spjall. Ákváð-
um var að fá fleiri álit á Ágústi en frá
honum sjálfum. Óskar Bjami Óskarsson
þjálfari meistaraflokks karla og Karl
Guðni Erlingsson aðstoðarþjálfari meist-
araflokks kvenna hafa báðir þekkt Ágúst
lengi og starfað mikið með honum. Þeir
höfðu þetta að segja:
Óskar Bjarni Óskarsson um flyust
„Ágúst Jóhannsson er mjög hæfur þjálf-
ari og veit mikið um handbolta. Ég tel
hann vera góðan á flestum sviðum grein-
arinnar, þ.e varðandi sókn, vörn og að
hann getur kennt leikmönnum og gert
Valsblaðið 2006
87