Valsblaðið - 01.05.2006, Side 92

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 92
Eg er alinn upn við pað að hafa fyrir nlutunum Freyr fllexandersson gerOi 4. flokk kvenna að íslandsmeisturum á síðasta tímabili og er mjög metnaðarfullur yngri flokka þjálfari Freyr Alexandersson á Stjörnuvelli ásamt aðstoðarþjálfurunum Signýju Heiðu Guðnadóttur og Leu Sif Vals- dóttur. Freyr Alexandersson segir að gald- urinn að baki frábærum árangri 4. flokks kvenna á síðasta tímabili liggi sennilega í því að þessar stelpur hafi flestar mjög góðan grunn í fótbolta enda gengið í gegnum góða yngri flokka þjálfun. Hann segir að margar af þessum stelpum hafi líka verið lengi saman og það hjálpi mikið til. Stelpurnar séu einnig metn- aðafullar og tilbúnar að gera allt sem fyrir þær er lagt og það geri starf þjálf- arans mun skemmtilegra en ella. „Það var virkilega skemmtilegt að landa fslandsmeistaratitlinum í sumar en það var miklu skemmtilegra og meira gef- andi að horfa á stelpurnar fagna þessum áfanga og sjá gleðina í augum þeirra að leikslokum, það er eitthvað sem ég gleymi seintsegir Freyr af einlægni. fllinn upp í Breiðholti Freyr Alexandersson er alinn upp í Breiðholti og hefur búið þar alla sína ævi fyrir utan eitt ár í Kaupmannahöfn. „Það er gott að búa í Breiðhoitinu og þar eign- aðist ég mína nánustu vini og kærustu. Eg er alinn upp við það að þurfa að hafa fyrir hlutunum og það var passað upp á það að maður fengi ekkert upp í hend- urnar og það hefur skilað sér í íþróttirn- ar hjá mér og ég hef alltaf krafist þess af sjálfum mér og þeim sem ég hef þjálfað að þeir leggi sig hundrað prósent fram.“ fllltaf leikið með Leikni „Ég byrjaði seint að æfa knattspyrnu. Ég hætti svo í knattspyrnu þegar ég átti að ganga upp í 5. fl. en þá tók körfubolt- inn öll völd og ég æfði hann af miklum krafti og þótti nokkuð frambærilegur. Það var svo þegar ég var að klára 8. bekk að Leiknir lagði niður körfuboltadeildina og ég hafði ekki mikinn áhuga á að spila annars staðar og Magnús Einarsson læri- meistari minn plataði mig á æfingu í 3. fl. á yngra ári. Ég hef svo alla tíð spilað með Leikni fyrir utan eitt ár í Danmörku þar sem ég lék í dönsku 3. deildinni. Ég hef leikið í kringum 110 meistara- flokksleiki með Leikni og var með þeim íslandsmeistari í 2. deild 2005 og spila með þeim núna £ 1. deildinni." Skemmtilegt atvik með Leikni Þegar Freyr er spurður um skemmtilegt atvik úr eigin íþróttaiðkun minnist hans strax atviks úr leik Leiknis og Njarðvíkur í 2. deild 2005. „Við vorum að spila hörkuleik við lið Njarðvíkur og með sigri áttum við sigurinn í deildinni vísan. Haukur Gunnarsson fyrirliði Leiknis og mikill snillingur tók homspymu og skor- aði á eitthvem óskiljanlegan hátt beint úr henni og allt ætlaði um koll að keyra á gettó grand heimavelli Leiknis. Haukur gerði sér lítið fyrir og fór upp á áhorf- endapalla til þess að finna konuna sína og smellti á hana rembingskossi með hálft liðið á eftir sér sem áttaði sig ekki á því að dómarinn hafði flautað aukaspyrnu en ekki dæmt mark og Njarðvík kom með allt sitt lið á siglingu upp völlinn gegn fimm leikmönnum okkar, mér þótti þetta ekki mjög fyndið á þessu augnabliki en við hlæjum af þessu í dag enda skemmti- leg minning,“ segir Freyr kíminn. Fyrinmyndip í íþróttum „Mínar helstu fyrirmyndir em íþrótta- menn sem eiga það allir sameiginlegt að leggja sig ávallt 100% fram og skila því sem þeir eiga til liðsins. Michael Jordan, einn mesti íþróttamaður allra tíma, Jamie 92 Valsblaðiö 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.