Valsblaðið - 01.05.2006, Side 98

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 98
Ungir Valsarar Tómas Karl Kjartansson leikur knattspyrnu með 2. flokki Tómas er sextán ára og hóf feril sinn hjá Valsliðinu á yngra ári í þriðja flokki og er nú á þriðja ári með Val. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur frá Álftanesi valdi hann að ganga til liðs við Val vegna þess að félagið er stórt með merka sögu. „Mér finnst heiður að fá að klæðast Valstreyju og leika fyrir þetta lið. Ég bjó á Álfta- nesi, sem hét Bessastaðahreppur áður, og byrjaði mjög ungur að spila með UMFB sem heitir núna UMFÁ og spilaði með því liði þangað til að ég gekk í Val. Báðir foreldrar mínir sýna íþróttaiðkun minni gífurlegan áhuga. Pabbi mætir á alla leiki og mamma sér um að undirbúa mig, eldar hollan og góðan mat fyrir leiki þegar það á við. Mamma mæt einnig á alla þá leiki sem hún getur. Þetta skiptir mig mjög miklu máli. Hjálpar mér óneitanlega sem knatt- spyrnumanni “ - Hvernig gekk ykkur í sumar? Okkur gekk ekki nógu vel, hvorki í þriðja flokki né öðrum. Við féllum niður í B-deild í báðum flokkum. En það þýðir bara að við munum bæta okkur í sumar. Við tókum einnig þátt í ýmsum undirbún- ingsmótum og bikarkeppni KSÍ. Áætlað var að fara í utanlandsferð, en því miður þurfti að hætta við hana. Hún hefði án efa þjappað hópnum vel saman. Hópurinn í öðrum flokki er mjög sterkur og þjálfarinn góður. Ég býst við miklu af okkur í sumar. Ég held að þessi 2. flokk- ur sé framtíð Vals. - Fyrirmyndir í boltanum? Ég á mér auðvitað fyrirmyndir í bolt- anum. Mest af öllum fylgist ég með Rio Ferdinand hjá Manchester United. Mér finnst hann vera leikmaður sem allir mið- verðir ættu að reyna að verða. Hann er fljótur, sterkur, teknískur, útsjónarsamur og fyrst og fremst frábær vamarmaður. Ég hrífst af yfirvegun hans inni á vell- inum. Finnst hún aðdáunarverð. Ég reyni að horfa á eins mikinn fótbolta og ég get og reyni að læra af sem flestum. - Hvað þarf til að ná árangri í íþróttum? Að ná langt í íþróttum kost- ar fómir. Maður þarf að hafa rétt hugarfar og vera tilbúinn að takast á við allan þann mótbyr sem verður á vegi manns. Tfmabilið er langt og maður verður að vera tilbúinn að horfast í augu við það. Maður má ekki tapa sér í gleði eftir hvern einasta sig- urleik eða gráta eftir hvert tap. Horfa verður á heildarmynd- ina. Til þess að ná langt í íþróttum þarf einn- ig að hugsa vel um lík- amann, borða rétt, teygja vel og hvílast nóg. Það sem ég gæti gert til að bæta mig er til dæmis að huga betur að mataræð- inu og borða meira af grænmeti. Einnig myndi ég vilja bæta hraðann hjá mér og úthald, þó svo að ég sé ekki hægur leikmaður eða í slæmu formi. Það er bara alltaf gott að hafa nægan hraða og úthald. - Hvers vegna fótbolti? Ég stunda einnig körfuknattleik, með fótboltanum. Fótboltinn er þó alltaf númer eitt. Karfan er meira hugsuð sem aukagrein. f körfuboltanum reynir á aðra vöðva og er þetta annars konar leikur. Mér finnst fínt að nota körfuknattleik til að halda mér við. Fótboltinn er mér afar mikilvægur. Segja má að fótboltinn sé mjög stór partur af lífi mínu. - Framtíðardraumar í fótbolta? Ég stefni fyrst og fremst á að komast að í meistaraflokki Vals í sem nánustu framtíð. Svo vonast maður alltaf eftir því að komast að í atvinnumennsku, hvar svo sem það verður. Draumurinn væri þó allt- af að komast að í ensku úrvalsdeildinni. Alltaf gott að hafa drauma, þeir gætu orðið að veruleika. Samhliða knattspyrn- unni stefni ég að því að Ijúka við fram- haldsskólanámið og svo vonandi læra eitthvað tengt íþróttum í framtíðinni. - Einhver þekktur Valsari í fjöl- skyldunni? Nei, enginn þekktur Valsari í minni fjölskyldu. Pabbi minn, Kjartan Sigtryggsson, var markvörður Keflavíkur og landsliðs íslands. Hann spilaði með og á 'móti mörgum frábærum Valsmönnum. - Hvaða þýðingu hefur Friðriksbikarinn fyrir þig? Ég er auðvitað mjög stoltur af því að hafa fengið Friðriksbikarinn. Ég met nafnbótina mikils. - Hver stofnaði Val? Séra Friðrik Friðriksson stofnaði Val, árið 1911. - Lífsspeki? Ég er sagður vera frekar latur við heimilisstörfin og rólegur í tíðinni. Ætli lífsspeki mín sé því ekki: Ekki gera neitt í dag sem þú getur gert á morgun. 98 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.