Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 21
SKÝRSLA BÚNAÐAUMÁLASTJÓRA
15
myndi liafa á búskaparlega aðstöðu bœnda í Laxárdal.
Stjórn Búnaðarfélags Islands svaraði þessari málaleitan
á þá lund, að hún myndi verða við þessari ósk Náttúru-
verndarráðs, en tahli sér ekki fært að gefa umbeðið
álit nema fara norður og kynna sér allar aðstæður á
staðnum. Þessi ferð dróst svo fram í byrjun september.
Þegar norður kom, bar stjórn Búnaðarsambands Suður-
Þingeyinga fram þau tilmæli, að stjórnin kynnti sér,
hvaða ábrif áðurnefnd virkjun myndi bafa á búskap
bænda í fleiri sveitum Suður-Þingeyjarsýslu, svo sem
Mývatnssveit, Aðaldal og sveitunum, sem liggja að
Skjálfaudafljóti, svo og fleira, sem máli skipti fyrir
béraðið. Varð stjórnin einnig við þessum tilmælum,
þrátt fyrir það, að henni var ljóst, að bér var um svo
umfangsmikið verkefni að ræða, að álitsgerð gæti vart
orðið tæmandi, þar sem um nauman tíma var að ræða.
Fer bér á eftir, það sem stjórn Búnaðarfélags Islands
befur um þetta mál að segja, eftir að liafa kynnt sér
alla málavexti eftir beztu getu á hinum skamma tíma,
sem fyrir bendi var, og skal byrjað á.
Mývatnssveit
Byggð Mývatnssveitar er að mestu levti í tveimur bringj-
um, og er annar bæjahringurinn umbverfis Mývatn, en
hinn umliverfis Framengjar.
Mývatn og Framengjar liafa, ásamt hinum víðlendu
afréttarlöndum, verið undirstaða búskapar í sveitinni.
Vegna þess hve ræktunarskilyrði eru slæm á mörgum
bæjum í Mývatnssveit, bafa Framengjar baldið gildi sínu
fram á þennan dag, betur en engjalönd í þeim sveitum,
þar sem ræktunaraðstaða er góð.
Kráká fellur um Framengjar frá suðri til norðurs.
Vatnsmagn hennar er talið 7—8 sek/nv'. Bændur í Mý-
vatnssveit bafa um langan aldur notað vatn Krákár til
áveitu á Framengjar, á þann einfalda bátt, að stífla ána