Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 27
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 21
orðið mjög mikil laxveiðiá um leið og laxinum opnuðust
bergvatnsárnar.
Vatnasvæði Skjálfandafljóts nær til 4 hreppa, Bárð-
dæla, Ljósavatns, Aðaldæla og Reykdæla, og er lians
hlutur minnstur. Þessir aðilar hafa á undanförnum
árum rætt um að gera fiskiveg í annan hvorn fossinn,
en ekki orðið af framkvæmdum, illu heilli. Nefnd hef-
ur fyrir nokkru verið kosin til að vinna að framgangi
málsins. Með gerð fiskivegar bætast við um 60 km lax-
gengar ár. Heildarvatnsmagn Skjálfandafljóts er talið
hjá Fosshóli um 55—-57 sek/m3. Samkvæmt framansögðu
um vatnsmagn Suðurár og Svartár er bergvatn þeirra
fullur þriðjungur af öllu vatni árinnar.
Það er óhrekjanlegt, að því meira sem jökulár eru
blandaðar bergvatni, þeim mun betri veiðiár eru þær.
Þetta sanna liinar miklu laxveiðijökulár eins og Hvítá
í Borgarfirði og Hvítá og ölfusá í Árnessýslu. Söm er
reynsla þeirra bænda, sem stundað hafa veiði í Skjálf-
andafljóti, að því meira sem bergvatnsins gætir í því,
því hreinna sem það er, þeim mun betri veiði. Það er
því óhætt að slá því föstu, að samkvæmt reynslu manna
á þessu sviði munu veiðiskilyrði í Skjálfandafljóti versna
til mikilla muna, ef áður umræddar hergvatnsár verða
frá því teknar og þær fluttar til gagnstæðrar áttar.
Samkvæmt framansögðu eru óyggjandi rök fyrir því,
að búskapur bænda umhverfis væntanlega Gljúfurvers-
virkjun bíður stórlinekki, ef af framkvæmdum verður
á þeim grundvelli, sem áætlað er. Er þar þyngst á met-
um, að Laxárdalur, þessi fagri og ágæti búsældardalur,
sem á sér auk þess mikla menningarlega sögu, verður
lagður til auðnar, með því að fylla meiri hluta dalhotns-
ins, sem jafnframt er verðmætasta landið, með vatni.
Þetta tilbúna stöðuvatn ógnar svo íbúum hinnar fögru
búsældarsveitar, Aðaldals, ef hin mikla stífla brysti í
náttúruhamförum (jarðskjálftum) eða af völdrun styrj-
aldar, svo að vatnið steypist yfir dalinn. Gæti slíkt valdið