Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 28
22
BÚNAÐARRIT
líftjóni mörg hundruð manna og gífurlegu eignatjóni.
Hluti Mývatnssveitar verður við þessa framkvæmd lítt
byggilegur, enda er þetta langverðmætasta land sveitar-
innar frá búnaðarsjónarmiði, og búskaparskilyrði skert
til muna í öðrum nærliggjandi sveitum.
Einni fegurstu og dýrmætustu laxveiðiá landsins, Laxá
í Aðaldal, er stofnað í liættu með því að yfirfylla liana
af vatni, sem tekið er frá annarri lax- og silungsveiðiá,
Skjálfandafljóti, svo að báðar bíða tjón á fegurð sinni
og veiði. Jafnvel Mývatn er á hættusvæði, ef hinar að-
fluttu bergvatnsár, sem ekki er rúm fyrir í Kráká, flæddu
með sandburði inn í þetta fegursta og bezta veiðivatn
landsins.
Með þessum aðförum, ef til kæmi, væri öll náttúru-
vernd freklega fyrir borð borin. Það er ekki nóg, þó
gott sé, að verja land vort fyrir ágangi liirðulausra
ferðamanna. Það þarf líka að vemda íslenzka náttúm-
fegurð. Henni má ekki umtuma. Auðnir og öræfi Islands
eru svo yfirgnæfandi meirihluti lands vors, að vér höf-
um ekki ráð á að leggja í eyði búsældarsveitir.
Það er álit vort, stutt af þeim rökum, er að framan
greinir, að áður en ráðizt er í það risafyrirtæki að flytja
ár, stórar og smáar um langvegu, sem kostar offjár, eigi
að rannsaka til hlítar, hve mikið vatnsaH er hægt að
virkja við eðlileg skilyrði, þ. e. án þess að flytja vatnið
frá einu byggðarlagi til annars og jafnvel milli lands-
fjórðunga.
Ennfremur verði rannsakað til lilítar, hversu bagkvæmt
sé að virkja jarðhitann til raforku, miðað við vatnsvirkj-
anir.
Með þeim rökum, sem að framan greinir, mælir stjóm
Búnaðarfélags íslands eindregið á móti því, að umræddar
virkjunarframkvæmdir í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu
verði gerðar á þeim gmndvelli, sem áætlað er.
Það er öllum ljóst, að Norður- og Norðausturland þarf
nauðsynlega meiri og öruggari raforku en nú er. Með