Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 29
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
23
20 metra stíflu og vélasamstæðu, sem hæfir því falli,
fást 25 þúsund kw. Þótt stíflan sé ekki hærri en þetta,
verða neðri virkjanir Laxár að fullu og öllu varðar
fyrir ísrennsli og krapi og vatnið, sem að þeim rennur
að vetrarlagi, livernig sem viðrar, eins og á sumardegi.
Slík 25 þúsund kw virkjun, sem að framan greinir,
raskar að engu leyti búnaðaraðstöðu bænda í liéraði,
veiði í ám og Mývatni, eða liinni sérstæðu náttúrufegurð
héraðsins.
Það er álit stjórnar Búnaðarfélags Islands, að virkjun
af slíkri gerð sé tvímælalaust heppilegasta lausnin á
þessu vandamáli.
Reykjavík, 26. septeniber 1969,
Þorsteinn Sigurðsson. Einar Ólafsson.
Ásgeir Bjarnason.
Erlendir gestir
Búnaðarfélag Islands bauð hingað þremur Norðmönnum,
er veita forstöðu Kornverzlun norska ríkisins, en maður
frá því fyrirtæki var liér til aðstodar Kjamfóðurnefnd
Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda 1966.
Þessir gestir vom: formaður stjórnar fyrirtækisins, stór-
þingmaður Inge Bartnes, aðalframkvæmdastjóri Olav
Hogna og framkvæmdastjóri söludeildar Tliorleif Wold-
en. Þeir dvöldu hér 8 daga, ferðuðust ásamt fylgdar-
mönnum frá Búnaðarfélagi Islands urn Suðurland, Borg-
arfjörð, Skagafjörð, Eyjafjörð og Suður-Þingeyjarsýslu.
Gísli Kristjánsson skipulagði dvöl þeirra hér og ritar
nánar um þessi mál í starfsskýrslu sinni.
Nokkrir fleiri gestir heimsóttu Búnaðarfélag Islands
á árinu, en fyrst og fremst til að ræða við einstaka ráðu-
nauta á þeirra sérsviði, og geta þeir um það í starfs-
skýrslum sínum.