Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 33
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 27
aðstöðu. Með samþykki landbúnaðarráðherra er fé þetta
notað til aukaframlags vegna jarðræktarframkvœmda á
býlum, sem bafa minna en 15 lia tún, þó með nokkmm
undantekningum, sjá Búnaðarrit, 80. árg., bls. 57—58.
Þriggja manna nefnd útlilutar fé þessu. 1 henni eru
undirritaður, Pálmi Einarsson, fyrrverandi landnáms-
stjóri og Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda.
Er þessi skýrsla var samin, var úthlutun ekki lokið,
vegna þess að þetta er síðasta árið, sem þessu aukafram-
lagi á að úthluta, þ. e. á framkvæmdir gerðar 1969, og
er því ekki hægt að hefja úthlutun fyrr en úttektar-
skýrslur eru komnar frá öllum héraðsráðunautunum.
Onnur störf búnaðarmálastjóra
Ég hef átt sæti í Rannsóknaráði ríkisins og í stjórn Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins síðustu 4 árin, tilnefnd-
ur af Búnaðarfélagi Islands. Ólafur E. Stefánsson, naut-
griparæktarráðunautur, hefur verið varamaður minn
bæði í Rannsóknaráði og í stjórn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins. Hann gegndi störfum fyrir mig síðustu 8
mánuði ársins í stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins.
í lok ársins átti að endurskipa bæði Rannsóknaráð
ríkisins og stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins,
en lögum samkvæmt á Búnaðarfélag íslands að tilnefna
einn mann og annan til vara bæði í Rannsóknaráð og
í stjóm Rannsóknastofnunarinnar. Stjórn Búnaðarfélags
Islands tilnefndi mig sem aðalmann og Ólaf E. Stefáns-
son sem varamann í Rannsóknaráð ríkisins, en Ásgeir
Bjarnason, alþingismann, sem aðalmann og Ólaf E.
Stefánsson sem varamann í stjórn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins. Ég baðst undan því að vera tilnefndur
í stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Fyrir því
eru ástæður, sem ekki er þörf að skýra hér.
Ég átti sæti í Tilraunaráði landbúnaðarins, sem annar