Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 38
32
BÚNAÐARRIT
Stjóm Búnaðarfélags Islands fól mér að liafa yfirum-
sjón með mælingum fyrir skurðum og plógræsum.
Búnaðarfélag Islands hefur fullan liug á að létta eins
mikið á héraðsráðunautunum af mælingastörfum og frek-
ast er unnt, hins vegar er sá hængur á, að nægilega
þjálfaða menn vantar til þessara starfa.
Til viðbótar starfsliði Búnaðarfélagsins voru ráðnir
yfir sumartímann:
1. Pétur K. H jálmsson, ráðunautur, sem annaðist skurða-
mælingar í 11 hreppum á Suður- og Vesturlandi, auk
þess sem hann sagði fyrir um plógræslu á 178 býlum
í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, A.-Hiinavatnssýslu og
Skagafjarðarsýslu.
2. Guðmundur Sigþórsson, sem lauk námi frá Búnaðar-
háskólanum í Kaupmannahöfn vorið 1969, vann að
mælingum og sagði fyrir um plógræslu á Austurlandi,
ölfusi og að nokkru í Dalasýslu, A.-Húnavatnssýslu
og Skagafjarðarsýslu.
3. Valdimar Gíslason frá Mýrum í Dýrafirði vann að
skurðamælingum á Austurlandi, Auðkúluhreppi og
Súðavíkurlireppi.
Menn þessir eru allir æfðir mælingamenn með starfs-
reynslu og hafa leyst störf sín af hendi af samvizkusemi
og dugnaði, og þakka ég þeim samstarfið.
Sjálfur mældi ég í Ámessýslu, Dalasýslu, A.-Barða-
strandarsýslu, V.-lsafjarðarsýslu og lítið eitt í N.-lsa-
fjarðarsýslu.
Aðstoðarmaður minn var Öm Elíasson, sem jafnframt
var með Valdimar Gíslasyni við mælingar. örn er liarð-
duglegur, ósérhlífinn og búinn þeim mannkostum, að
ánægja er að njóta aðstoðar hans.
Dagana 22. og 23. ágúst sat ég fund, sem lialdinn var
um framræslu með plaströrum á vegum N. J. F. í Udde-
valla í Svíþjóð. Fundur þessi var mjög fjölsóttur, og