Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 41
SKÝRSLUR STARFSMANNA
35
Lokadaginn voru þessi erindi flutt: „Verkfærapróf-
anir“, Ólafur Guðmundsson. „Ráðunautaþjónusta um
byggingar, bútækni og vinnuhagræðingu í gripahúsum“,
Magnús Sigsteinsson. Umræður eru að jafnaði fjörugar á
þessum fundum, og reyndist dagskrá nú, sem stundum
áður, af þeim sökum ofhlaðin.
Önnur fimdahöld
Þann 11. febrúar mætti ég á fundi að Flúðum í Hruna-
mannahreppi. Á hann voru boðaðir formenn búnaðar-
félaga, búfjárræktarfélaga og ræktunarsambanda á svæði
Búnaðarsambands Suðurlands, auk stjórnar og ráðunauta
þess. Rætt var um fóðuröflunarmál, og flutti ég erindi
um ræktun og vandamál í sambandi við hana. Þann 23.
apríl mætti ég á búnaðarfélagsfundi í Ásahreppi í Rang-
árvallasýslu og flutti erindi. Hinn 14. júní flutti ég
erindi um ræktunarmál á aðalfundi Kaupfélags Króks-
fjarðar, að beiðni Ólafs E. Ólafssonar, kaupfélagsstjóra,
en á svæði kaupfélagsins hefur víða verið mikið um
kal að undanförnu. Á gróðurverndarráðstefnu, sem hald-
in var 12.—13. apríl, flutti ég erindi um gróðurskilyrði
og ræktun á Islandi.
Önnur fræðsla
Á árinu flutti ég tvo búnaðarþætti í útvarpið, þann 20.
janúar um frækaup og fræpantanir, og liinn síðari í
nóvember um „Búskaparlag og kalhættu“. Á fundum,
í erindum og greinum í Frey og Handbók bænda hef
ég lagt á þaS aSaláherzlu, að auka þurfi öryggi rœktunar
og fóSurverkunar og þar meS búskaparins.
Til þess þarf að breyta þannig búskaparháttum, að
minna sé lagt á túnin, með beit og fleiri sláttum, liófs
sé gætt í köfnunarefnisgjöf, einkum síðla á vaxtartíman-
um, grænfóðurræktun þarf að stórauka, og svo votlieys-
verkun. Með þessu yrði allt í senn dregið úr kalhætt-
unni, bændur yrðu betur undir það búnir að bjargast