Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 42
36
BÚNAÐARRIT
með eigin fóðuröflun, þó að kal komi, og þeir yrðu
stórum óliáðari veðurfari við fóðurverkunina. Auk þess
þarf að sjálfsögðu að vanda til ræktunarinnar, bæði
þurrkunar landsins, jöfnunar og frágangs. Með þessu
gerðu bændur það, sem í þeirra valdi stendur og við
böfum kunnáttu til að ráðleggja, gegn kalinu og annarri
óáran. Að sjálfsögðu þarf að vinna að bættri og öruggari
ræktun á mörgum öðrum sviðum, en þar kemur til
kasta rannsóknastarfseminnar, liana þarf að stórauka.
Auka þarf jurtakynbætur, með áherzlu á framræktun
íslenzkra stofna. Þess utan þarf að leggja meiri álierzlu
bæði á lífeðlisfræðilegar rannsóknir á orsökun kals og
jarðræktartilraunir á kalsvæðum og livers konar saman-
lmrð á áhrifum mismunandi búskaparlags á kalhættuna.
Ú tvarpsf ræðslunef nd
Ég starfaði í litvarpsfræðslunefnd með þeim Sveini Hall-
grímssyni og Árna Jónassyni, erindreka Stéttarsambands
bænda, nefndin sá um bændaviku dagana 24.—28. marz
með svipuðu sniði og tíðkazt hefur. Eftirfarandi erindi
voru flutt: „Vorfóðrun ánna“, Ámi G. Pétursson. „Til-
raunir á fjárræktarbúinu á Hesti“, Stefán Scb. Tliorsteins-
son. „Ullarkynbætur og ullarmeðferð“, Stefán Aðalsteins-
son. „Votheysgeymslur“, Magnús Sigsteinsson. „Ábrif véla
á jarðveg og gróður“, Óttar Geirsson. „Notkun plasts við
garðrækt“, Óli Valur Hansson. „Ábendingar um græn-
fóðurrækt“, Jónas Jónsson. „Landnám ríkisins“, Ámi
Jónsson. „Markaðir landbúnaðarvara“, Agnar Tryggva-
son. „Landgræðslan“, Páll Sveinsson. „Gróðurvernd“,
Ingvi Þorsteinsson. „Niðurstöður búreikninga“, Ketill
Hannesson.
Auk þessa kynnti Gísli ICristjánsson starfsemi Bún-
aðarbankans með viðræðuþætti við starfsfólk bankans, og
Agnar Guðnason bafði viðræðuþátt við Halldór Pálsson
og Svein Tryggvason um skipulagningu landbúnaðarfram-