Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 44
38
BÚNAÐARRIT
framleitt þar, sem þykja til þess hagkvæmust skilyrði.
Þeir síðarnefndu telja slíka hagræðingu þýða sama og
landauðn sinna héraða og landshluta.
Frá Finnlandi fór ég til Svíþjóðar og hafði þar tveggja
daga viðdvöl í Uppsölum og kom að Landbúnaðarhá-
skólanum í Ultuna, naut ég þar fyrirgreiðslu Lárusar
Jónssonar.
Síðan liafði ég fjögurra daga viðdvöl í Noregi og eyddi
þremur dögum á Landbúnaðarháskólanum að Ási, þar
átti ég mjög fróðlegar og gagnlegar viðræður við starfs-
menn á „Institute for plantekulture“, sérstaklega við pró-
fessor Birgir Opsahl, sem veitir stofnuninni forstöðu.
Bjarni Guðleifsson, sem er í licenciatnámi með kal-
rannsóknir sem aðalverkefni, undir handleiðslu Opsahls,
var þá með mér, og reyndist okkur það sérlega lærdóms-
ríkt að ræða við Opsalil og aðra starfsmenn um kal-
vandamálin, þar sem mjög margar hliðstæður má finna
með þessum vandamálum hér og í Noregi, og þar af
leiðandi draga lærdóm af norskum tilraunum og reynslu.
Þá ræddi ég við þá, sem fást við kynbætur grasstofna,
og spurði þá, livað liði norður-norskum stofnum af tún-
grösum, svo sem vallarsveifgrasi og vingultegundum.
Þeir munu nokkrir vera í framræktun nú, og er nauðsyn-
legt að fylgjast með því, hvernig henni miðar, svo að
hægt verði að tryggja fræ af þeim til notkunar liér, sem
allra fyrst.
Síðasta daginn heimsótti ég í boði „Felleskjöpet í
Oslo“ fræræktarstöð þess að Björke á Heiðmörk, en
þar eru í framræktun íslenzkir stofnar af vallarfoxgrasi,
vallarsveifgrasi og túnvingli. Vel liefur gengið með vallar-
foxgrasið, og kemur, sem mönnum er nú kunnugt, fyrsta
fræið af því á íslenzkum markað að vori. Þá liefur
sæmilegur árangur náðst með vallarsveifgrasið, og standa
vonir til, að fræ komi af því innan langs tíma. Mjög
illa hefur gengið að fá túnvingul til að setja fræ þar
sem annars staðar á erlendri grund, sama reynsla var