Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 65
SIvÝRSLUK STARFSMANNA
59
sumar o" liita þannig upp jarðvcginn, með þeim árangri,
að unnt er að sá og gróðursetja snemma, og umfram allt
að uppskera snemma. Hliðstæð uppliitun garða liefur
verið notuð í rösk 20 ár að Garði í Hrunamannahreppi.
Það skal þó tekið fram, að hagnýting jarðhita til upp-
hitunar garðlanda er enn eldri hér á landi, heldur en
hér liefur verið getið.
Sem lítið dæmi um, að liægt sé að bæta gróðrinum
að verulegu leyti með upphitun jarðvegsins þann missi
í loftliita, sem hann verður fyrir, ef áfram heldur með
köld sumur, vil ég geta þess, að þann 5. júlí var ég
staddur í gróðrarstöðinni á Hveravöllum, S.-Þingeyjar-
sýslu, en þar sá ég þá ljómandi falleg fullþroskuð livít-
kálshöfuð í uppliituðum reitum, og var þá búið að senda
um 1 tonn af káli á markað. Kál þetta hafði verið
gróðursett í fyrri hluta maí og ræktað undir glerglugg-
um, unz plöntumar voru það stórar, að þær þoldu ekki
lengur við undir gluggunum. Umhverfis svæðið hafði ver-
ið sett upp girðing úr 3—4 röðum af láréttum borðum,
sem veittu töluvert skjól. Á umræddan hátt hefur livít-
kál verið ræktað í áðurnefndri garðyrkjustöð í fjölda
mörg ár, án þess nokkurn tíma að mistakast, og án þess
nokkurn tíma að hafa þrozkazt síðar en í fyrstu viku
júlímánaðar, en það er óvenjulega skjótur vöxtur.
Um niðurstöðu matjurtaræktunarinnar í tölum er lítið
vitað ennþá. Bráðabirgðatölur viðvíkjandi kartöflum
benda til þess, að uppskeran hafi orðið 30—40 þúsund
tunnur, eða sem svarar neyzluþörf landsmanna í 4 mán-
uði. Þegar þetta er skrifað, eru ])ví íslenzkar kartöflur
að miklu leyti gengnar til þurrðar, nema þá lielzt á
Norður- og Austurlandi, en í þeim landshlutum var upp-
skeran með ágætum. Talið er, að uppskera hvítkáls liafi
numið um 160 tonnum, en það er heldur meira magn
en 1968, gulrótauppskeran mun liafa verið um 200 tonn,
sem er nokkru minna en árið áður, og blómkálsuppsker-
an var um 105 þúsund liöfuð, sem er svipað magn og