Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 74
68
BÚNAÐARRIT
lilut að ræða um undirbúning að djúpfrystingu nauta-
sæðis og afkvæmarannsóknir. Daginn eftir sátum við
aðalfund S. N. E. að Hótel KEA. Talaði ég þar um ýmis
framkvæmdaatriði í samhandi við Nautastöð Búnaðar-
félags Islands, félagslega uppbyggingu og skuldbinding-
ar. Nokkrar ferðir fór ég að Hvamieyri vegna liolda-
nautabúsins þar auk þess, sem komið var þar við, er ég
átti leið um.
Ferðalag erlendis. Ásamt Jóliannesi Eiríkssyni sat
ég fund nautgriparæktarnefndar Biifjárræktarsambands
Evrópu og aðalfund sambandsins, sem haldinn var í
Helsinki síðast í júní. Vísast til skýrslu lians um það
efni, en þetta var í fyrsta skipti, sem ég átti þess kost að
sjá nautgriparækt Finna, en í þeirri grein standa þeir
mjög framarlega. Þegar ákveðið var, að ég færi til Finn-
lands, óskaði búnaðarmálastjóri þess, að ferðin væri
jafnframt notuð til að kynnast nautgriparækt Svía og
fylgjast með framvindu nautgriparæktarmála á hinum
Norðurlöndunum og í Skotlandi. Var það úr, að ég var
10 daga í Svíþjóð og kom við í hinum löndunum einnig.
1 Svíþjóð er nyt mjólkurkúa liæst, og auk þess standa
Svíar framarlega í tilraunum með nautgripi í sambandi
við kjötframleiðslu og fóðrun. Ég liafði ekki áður komið
til Svíþjóðar, og bar því margt nýtt fyrir augu í sam-
bandi við landbúnaðarmál og einkum nautgriparækt.
Mun ég á þessu ári flytja nokkra búnaðarþætti í út-
varp úr þessari kynnisför. Eric Norrman, ríkisráðu-
nautur við nautgriparæktardeild búnaðarháskólans í
Ultuna, skipulagði dvöl mína í Svíþjóð. Naut ég þar
hinnar ágætustu fyrirgreiðslu í livívetna og mikillar
gestrisni. Þá þakka ég Búnaðarfélagi Islands fyrir að
gera mér kleift að fara í þessa kynnisför, þótt stutt
væri, og tel, að ýmislegt af því, sem ég kynntist, muni
strax koma að gagni í sambandi við þá öru þróun, sem
nú á sér stað í nautgriparæktarmálum okkar.
Kynbótanefnd. Eftir að Diðrik Jóhannsson var ráðinn