Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 76
70
BUNAÐARRIT
3—4 milljónum króna hœrri en húseign og aðstaSa, sem
samið var endanlega um kaup á.
Við undirbúning málsins var fljótt ákveðið, að Bún-
aðarfélag Islands ætti og ræki nautastöðina. Fram-
kvæmdanefndin taldi því eðlilegt, að það ákvæði stað-
setningu stöðvarinnar og réði framkvæmdastjóra, og var
um það hvort tveggja samstaða innan nefndarinnar. Lét
hún jiví nægja að leggja fram kostnaðaráætlanir, miðað
við }>á staði, er lielzt komu til greina. Stjórn Búnaðar-
félagsins ákvað að nota J>á aðstöðu, sem til væri á
starfandi sæðingarstöð í landinu, frekar en ráðast í nýjar
byggingar eða leita eftir aðstöðu annars staðar. 1 land-
inu voru 4 nautastöðvar: á Akureyri, Blönduósi, Hvann-
eyri og í Laugardælum. Stöðin á Blönduósi þótti ekki
koma til greina, sbr. skýrslu norska sérfræðingsins Fil-
seths, enda auðvelt að selja byggingar ]>ar, en fulltrúar
á fundi búnaðarsambanda um djiipfrystingarstöðvarmál-
ið liöfðu látið í Ijós þá skoðun, að sanngjarnt væri að
greiða skaðabætur til stöðva, er lagðar yrðu niður.
Á Akureyri var bæði nautafjós og vinnurými lítið. Á
Hvanneyri var vinnurými ákjósanlegt, en sýnilegt, að
innrétta þyrfti allt fjósið og byggja við heygeymslu o. fl.
1 Laugardælum var vinnuaðstaða lakari, en nægilega
stórt fjós fyrir þau naut, sem notuð yrðu á stöðinni á
hverjum tíma. Af J>essum þremur stöðvum var ég ekki í
vafa um, liverja bæri að velja. Nautgriparæktin og
mjólkurframleiðslan er lengst á veg komin og stærst í
sniðum í Eyjafirði og S.-Þingeyjarsýslu annars vegar og
á Suðurlandi hins vegar. I þessum landshlutum er mest
festa í hinum ræktaða nautgripastofni, og ]>ar er eðlilegt,
að nautaval og nautauppehli fari fram auk ]>eirra af-
kvæmrannsókna, sem þar eru gerðar. Með ]>ví að efla
afkvæmarannsóknirnar á þessum stöðvum og koma þar
á uppeldi á völdum nautkálfum, þar sem fylgzt yrði
nákvæmlega með þrifum þeirra og þroska, mundi nýt-
ast til fulls ]>að húsnæði, sem til er, og hlutverki þessara