Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 83
SKÝRSLUR STAR FSMANNA
77
kg með 4,38% meðalfitu, þ. e. 12680 fe, en reiknað í 4%
feitri mjólk 3102 kg. Voru þær í lok tímabilsins í 6,1 kg
dagsnyt og engin orðin þurr. Skylt er að geta þess, að
þær munu færa burð um tvo mánuði að jafnaði vegna
þess, að þær gengu seint. Hins vegar gekk þá vel að
koma í þær kálfi.
Dætur Bægifótar mjólkuðu einnig 2934 kg að meðal-
tali, en liöfðu aðeins lægri fitu, en þó liáa, þ. e. 4,08%,
og voru meðalafurðir þeirra 11959 fe. Miðað við 4%
feita mjólk var nytliæð 2967 kg. Þær voru í 5,6 kg dags-
nyt, er mjólkurskeiði lauk eftir 304 daga, og færa burð
um mánuð. Báðir þessir hópar voru dæmdir á afkvæma-
sýningu s. 1. sumar, og verður þeim lýst nánar í grein
um nautgripasýningar það ár. Að lokinni afkvæmarann-
sókn hlutu þeir frændurnir, Þjálfi og Bægifótur, I. verð-
launa viðurkenningu.
Á 8.1. liausti voru teknar inn í Lundsfjósið kvígur í
rannsókn nr. 13. Em það 15 dætur Hrafns N187 og 16
dætur Rikka N189. Þegar þetta er skrifað, eru allar
dætur Hrafns bornar, en tvær dætur Rikka ekki. Kvíg-
umar í báðum liópunum fara vel af stað. Hafa dætur
Rikka komizt í 16,2 kg hæsta dagsnyt miðað við 4%
feita mjólk, en dætur Hrafns, sem liafa lægri fitu, í
17,0 kg. Á Rangárvöllum em nú á 2. ári 40 kvígur undan
Græði N194 og Geisla N197 og jafnmargir kvígukálfar
undan þeim Straumi N199 og Heimi 201. Þeir Hnokki
N205 og Natan N207 vom valdir í afkvæmarannsókn á
s. 1. hausti og teknir í notkun.
Um afkvæmarannsóknir í Laugardælum árið 1969 far-
ast Hjalta Gestssyni svo orð:
„Á árinu 1969 lauk afkvæmarannsókn á þremur naut-
um Kynbótastöðvarinnar í Laugardæluin.
Niðurstaða þessara rannsókna var sem liér segir: Dæt-
ur Sólons S313 luku 2. mjaltaskeiði að meðaltali í
septemberbyrjun 1969. Þær bám allar 7, sem til vom,
rúmlega 3 ]/2 árs að 2. kálfi, og vom að meðaltali tæpir