Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 85
SKYRSMJR STARFSMANNA
79
Dætur Kjalar S315 báru að 1. kálfi 13. nóv. 1968 að
meðaltab og voru þá tveggja ára og 7 mánaða gamlar.
Ein dóttirin liafði forfallazt í uppvextinum, en liinar 9
mjólkuðu á 1. mjaltaskeiöi (301 degi) 2506 kg mjólkur
með 3,87% fitu og skiluðu því 9696 fe. Þetta er um 99%
af því, sem viðmiðunar kýr Kynbótastöðvarinnar hafa
mjólkað að 1. kálfi. Dætur Kjalar S315 eru yfirleitt
mjög öflugir gripir með sterka fætur og gleiða og rétta
fótstöðu, en grófa júgur- og spenabyggingu.
Dætur Glampa S318 báru að 1. kálfi 7. nóv. 1968 að
meðaltali og voru þá 2ja ára og 7 mánaða ganilar. Allar
kvígurnar, 10 að tölu, báru, og mjólkuðu þær á 1. mjalta-
skeiði (301 degi) 3292 kg mjólkur með 3,77% fitu og
skiluðu því 12424 fe. Þetta er um 28% hærri afurðir
en viðmiðunar kýr Ivynbótastöðvarinnar liafa mjólkað að
1. kálfi, og eru þetta inestu meðalafurðir, sem náðst liafa
á afkvæmarannsóknarstöðinni í Laugardælum. Dætur
Glampa S318 eru virkjamiklar, sterkbyggðar, en nokkuð
grófbyggðar kýr með vel gerð júgur og spena.
Dætur Heiðars S319 báru að 1. kálfi 7. nóv. 1968 að
meðaltali, og vom þá 2ja ára og 7 mánaða gamlar. Ein
dóttirin liafði forfallazt í uppvextinum, en liinar 9 mjólk-
uðu á 1. mjólkurskeiði (301 degi) 2859 kg mjólkur með
3,77% fitu og skiluöu því 10782 fe. Þetta er um 12%
hærri afurðir en viðmiðunar kýr Kynbótastöðvarinnar
liafa mjólkað að meðaltali að 1. kálfi. Dætur Heiðars
S319 eru stórar kýr, grófbyggðar, en ekki að sama skapi
sterkbyggðar, með allgóð júgur og spena.
Þessi sex naut voru öll sýnd með afkvæmum á s. 1.
liausti, og lilutu þau eftirfarandi viðurkenningu:
1. Sólon S313 II. verðlaun og biðdóm.
2. Nökkvi S316 II. verðl., og var liann því felldur.
3. Flekkur S317 I. verðlaun.
4. Kjölur S315 II. verðlaun,og var bann því felldur.