Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 93
SKÝRSLUK STARFSMANNA 87
frá stöSinni til búnaðarsambaiulanna á Miðvesturlandi,
sem hún liaföi séð um frá 1. júlí. 1 Eyjafirði voru um
mánaðamótin september og október sæddar 103 kýr, þar
af 67 1. sæðingu. Sæðingar með djúpfrystu sæði bófust
á Fljótsdalshéraði 29. september, í Svarfaðardal 1. des-
ember og í A.-Húnavatnssýslu og Skagafirði 21. desember.
I apríl og maí var einn nemandi lijá mér á námskeiði
í sæðingum og aðrir tveir í nóvember. Ég þjálfaði 18
starfandi sæðingarmenn í meðferð á djúpfrystu sæði.
Alls voru 12 brúsar með djúpfrystu sæði í notkun við
s. 1. áramót.
Á árinu frysti ég 61 sæðistöku (1 sæðistaka = ein eða
fleiri sæðistökur úr nauti sama dag), alls 17.872 strá. Um
s. 1. áramót voru 10.870 strá geymd á aðaltank stöðvar-
innar, 4030 strá liöfðu verið send til dreifistöðva, sæðið
í 2.720 stráum reyndist ekki fullnægja lágmarkskröfum,
sem gerðar eru við smásjárrannsókn eftir frystingu og
252 strá voru notuð til rannsókna og fleira.
Nautastöðin keypti á árinu 5 I. verðlauna naut, 6 á
aldrinum 1—6 ára, 4 yngri og 1 holdanaut. Eitt þeirra
var drepið á árinu, vegna þess að sæðið úr því þoldi
ekki djúpfrystingu. 1 september og október rannsakaði
ég sæði úr 4 I. verðlauna nautum á Lundi og Laugar-
dælum. Virtist mér sæðið úr þeim öllum þola djúpfryst-
ingu, og voru þá keypt á stöðina tvö naut frá Lundi og
eitt frá Laugardælum.
Hinn 1. september var Sveinn Gestsson ráðinn mér
til aðstoðar. Verkefni hans eru hirðing nautanna, bif-
reiðarstjórn og annað, sem til fellur. Ég bef séð um
nautahirðingu þá daga, sem Sveinn er að heiman, og
oftast einn dag annan í viku. Byrjunarerfiðleikar liafa
verið í Gufunesi við afgreiðslu á fljótandi köfnunarefni,
en vonir standa til, að úr því rætist, er nýr útbúnaður
verður tekinn í notkun þar innan skamms.
1 september var liafin smíði á viðbótarliaughúsi,
grunni imdir hlöðu, bílskúr, auknu geymslurými og