Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 103
SKÝRSLU R STARFSMANNA 97
Leifs Jóliannessonar í Stykkishólmi efnilegastur. Aðal-
fund sat ég í Borgarnesi.
Mikil umbrot eru í Hrossarœktarsambandi Noröur-
lands, hyggjast þeir skipta því niður í smærri sambönd.
Notaðir voru vorið 1968 30 stóðliestar til 364 liryssna.
Sambandið á 6 stóðhesta. Þekktastir leiguhesta eru Glæs-
ir 656 frá Sauðárkróki, Stormsson 611 frá öxl í A.-Húna-
vatnssýslu og Faxi 616 frá Reykjum, Skag.
Ég hvatti til afkvæmaprófana á Fjölni 592 og Þokka
607, ekki sízt vegna væntanlegs fjórðungsmóts á árinu,
en formleg framkvæmd komst ekki á laggirnar. Hins
vegar gat stjórnin ýtt við suinum eigendum afkvæma
fyrmefndra stóðliesta, svo þeir tömdu eitthvað af tripp-
um. Fjölnir 592 og Þokki 607 voru sýndir með afkvæm-
um á fjórðungsmótinu á Einarsstöðum. Illa gekk að fá
til dóms nægilega mörg afkvæmi, og var slælega á mál-
unum lialdið af sambandsins hálfu. Fjölnir hlaut I. verð-
laun, en Þokki II. verðlaun. Þá sýndi sambandið tvo
stóðhesta án afkvæma, og lilaut Eyfjörð 654 frá Akur-
eyri I. verðlaun, en Börkur 682 frá Eyhihlarholti II.
verðlaun. Börkur er mjög sérstæður hestur fyrir létta
og fína byggingu, reistur og glaðviljugur klárhestur með
tölti.
Stofnræktarfélagiö Skuggi í Borgarfirði liafði innan
sinna vébanda 44 liryssur. Helztu stóðhestar voru: Bald-
ur 449, gaf 4 folöld, Hrafn 583, gaf 4 folöld, Gustur 645,
gaf 6 folöld, Þokki frá Bóndhóli, gaf 5 folöld. Á sl.
vori fæddust alls 21 folald, og voru 17 sett á vetur. Ég
mældi folöld og trippi í haust.
Frá hrossakynbótabúinu í Kirkjubæ var selt töluvert
af hrossum úr landi. Notaðir vorn stóðhestarnir Hylur
til 18 liryssna, og áttu allar folöld, sem öll vom sett á,
og Árvakur 651 til 16 liryssna. Voru 5 Jteirra geldar, en 9
folöld sett á. Árvakur 651 var vanaður sl. sumar. Ég heim-
sótti búið í sumar. Þar naut lífsins Blesi 598 frá Skáney.
Hólar í Hjaltadal. Vorið 1969 fæddust aðeins 8 folöld
7