Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 108
102
BÚNAÐARRIT
sem liingað leggja leiðir sínar fyrir mín orð eða fram-
kvæmdastjóra búvörudeildar SÍS. Þessir kaupmenn hafa
nóga úrkosti um hrossakaup, og þeir leggja ekki leiðir
sínar hingað upp í sveitir til að eyða ferðafé árangurs-
laust eða verða fyrir ókurteisi og ónotum. Bændur skvldu
fremur íliuga, hve mjög útflutningurinn hefur lyft verði
á hrossum hér heldur en að illskast út í þá viðleitni,
sem gerð er til að ná upp markaði fyrir íslenzk liross
erlendis.
Á sl. liausti gat SlS selt til Belgíu afsláttarhross á
fæti fyrir um það hil tvöfalt hærra verð en fékkst fyrir
þau haustið 1968. Framboðið var alltof lítið, til að kaup-
endur vildu sinna því, eða aðeins rúmlega 100 hross, en
það hefði ekki staðið á kaupendum að kaupa tífaldan
þennan fjölda. Raunveruleikinn er sá, að neytendur
hrossakjöts í Evrópu skipta milljónum. Eru þeir aðal-
lega búsettir í kaþólskum löndum, flestir í Belgíu,
Frakklandi, Austurríki og á Italíu, og hef ég grun um,
að hrossakjötið sé fullt eins mikil „möguleikavara“ á
Evrópumarkaði og kindakjöt.
Þótt ekkert yrði úr afsláttarhrossasölunni til Belgíu,
urðu þó viðskiptaumræðurnar til mikils gagns fyrir
hrossabændur, því að þær tvöfölduðu verðlag á afslátt-
arhrossunum.
Eins og orðin er föst venja, heimsótti ég í maí og
júnímánuði íslenzka hestaeigendur í Evrópu. Fyrst lá
leiðin til Svíþjóðar, en þar hafði blossað upp eitruð
andstaða og árásir á hestakynið okkar vegna innflutn-
ingsins. Innflytjendur okkar hesta buðu niður verð á
hrossum, þótt þeir keyptu þau hér fyrir svipað verð og
keppinautar þeirra kaupa sína liesta fyrir í Irlandi og
öðrum löndum. Talsvert bar á ljótum blaðaskrifum, og
voru þetta forsíðufréttir dagblaða í vikutíma. Það var
örðugt að fást við sænsku blöðin, þau voru sýnilega á
handi sænsku hestamannafélaganna, sem nú mótmæltu
innflutningi á íslenzkum hestum, sem sænskir hesta-