Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 110
104
BÚNAÐARRIT
talin bíræfni og hæpin stefna af mörgum í fyrsln, — en
nú eru liðin 10 ár síðan fyrsta mótið var haldið í Scliliicli-
tern 1960, — þá hefur þetta samt tekizt, og þótt ekki
sé liægt að segja enn, að mótin okkar erlendis séu haldin
með neinum „heimssýningabrag“, þá eru samt miklar
framfarir á hverju ári, bæði eru þau betur og betur
framkvæmd, og sýningagestir eru nii farnir að skipta
mörgum þúsundum á stærri mótunum, og iðulega hirtar
fréttir af þeim í blöðum og sjónvarpsþáttum. Mikilvæg-
asta hvatningin við að koma þessum mótum á og í æski-
legan farveg að okkar mati liefur verið það, að geta
boðið góð verðlaun, sem gefin eru af sjálfum ráðherra
landsins í landbúnaðarmálum. Slík verðlaun og gjafa-
hréf frá svo háttsettum mönnum vilja nógu margir keppa
eftir að eignast.
Á síðastliðnu vori taldi ég þessi reiðmennsku- og
keppnismótamál komin nógu langt áleiðis í hinum ein-
stöku löndum, að tímabært væri að stofna til Evrópu-
keppni (Evrópumeistaramóts). Til að annast um slíka
framkvæmd varð að stofna evrópskan félagsskap. Boð-
aði ég til stofnfundar hans á hvítasunnu 1969 í Aegidien-
berg í Rínarlöndum. Mættum við Gylfi Guðmundsson,
forstjóri SlS í Hamborg, þar af íslands hálfu, en liann
liafði hjálpað mér með undirbúninginn, s. s. þýðingar
á ræðutexta og lagauppkasti. Á þessum fundi var stofn-
að Evrópusamband unnenda íslenzkra hesta (Föderation
Enropaischer Islandpferde-Freunde, skammst. F.E.I.F.).
í stjórn voru kosnir: Dr. Ewald Isenbúgel frá Sviss, for-
maður; Gunnar Bjarnason, Islandi, varaformaður; Walt-
er Feldmann, Þýzkalandi, meðstjórnandi og fulltrúi um
reiðmennsku- og keppnismót; Max Indermaur, Sviss,
gjaldkeri og Gunnar Jónsson, Danmörku, ritari. Önnur
þátttökulönd eru Austurríki og Holland, en eiga ekki
fulltrúa í stjórn að sinni.
Bi'uiaðarfélagið er aðili íslands að þessum samtökum