Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 111
SICÝRSLUR STARFSMANKA 105
og greiddi sem fyrsta framlag til starfseminnar DM.
1000,- á sl. sumri.
Fyrsta Evrópumeistaramótið á vegum þessa félags-
skapar verður svo lialdið í Aegidienberg í Sjöfjallalönd-
um við Rín í byrjun september næstkomandi. Það eru
þá aðeins liðin 20 ár milli tveggja mikilvægra áfanga í
þeirri þróunarsögu lirossaræktarinnar, sem Búnaðarfélag
íslands befur um f jallað og mótað, annars vegar stofnun
Landssambands hestamannafélaga 1949 og landssýning-
arinnar á Þingvöllum 7 mánuðum seinna (í júlí 1950),
en hins vegar er svo stofnun þessa Evrópusambands og
væntanlegt Evrópumeistaramót. Þetta eru bliðstæður,
framþróun sömu liugsunar og sömu vinnubragða. Hversu
langur næsti áfangi veröur, ferðin að því marki að gera
íslenzku hestaíþróttina að keppnisgrein á Ólympíuleikj-
um, er ekki auðvelt að spá um, en að því ber að stefna,
og þá mun það ske.
I septembermánuði fór ég ásamt Sigurði Tlioroddsen
á vegum SlS og landhúnaðarráðuneytisins til Bandaríkj-
anna í sambandi við kynningu á reiðbestum og sölutil-
raun, sem þar er verið að gera. Bæði SlS og Sig. Hannes-
son & Co. hafa áður sent og selt hesta til Bandaríkjanna,
en á þeirri verzlun liefnr ekki orðið framhald. I hverju
þetta liggur, er enn ekki ljóst. Hestamarkaður Banda-
ríkjanná er allt öðruvísi en Evrópu. Árið 1959 var stofn-
aður félagsskapur vestur í Arcola í Saskatchewan í
Canada og Denver í Colorado til innflutnings og út-
breiðslu á íslenzkum liestum. Þetta lagðist niður, og
olli það þessum aðilum mjög miklum vonbrigðum þá,
að yfirvöld bér neituðu þeim um kaup á stóðhestum,
og vildi þá einnig svo ólieppilega til, að |>eir fréttu, að
í sama mánuði befðu Þjóðverjar fengið að kaupa hér
stóðliest og flutt bann utan, en einn aðili liins ameríska
félags, Jolm Lee, var þá staddur bér á landi.
Enn hefur verið stofnað félag um málefni íslenzka;