Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 120
114
BUNAÐAURIT
Vegna þess, hve lítil hlutdeild Vélasjóðs varð í framræsl-
unni og fáar vélar voru starfræktar, leit út fyrir, að of
lítið yrði að gera fyrir starfsmenn á verkstæðinu síðast-
liðið vor, og voru því gerðar nokkrar ráðstafanir til út-
vegunar annarra verkefna. Reyndist það þó óþarft, því
að bilanir urðu svo miklar á þeirn fáu vélum, sem starf-
að var með, að starfsmenn verkstæðis höfðu vart undan
að koma þeim í lag þrátt fyrir gífurlega yfirvinnu.
Eftir að tilboð í framræslu höfðu verið opnuð, kom
upp ágreiningur milli mín og vélanefndar annars vegar
og stjórnar Búnaðarfélags íslands liins vegar um túlkun
þeirrar málsgreinar í lögunum, sem fjallar uni forgangs-
rétt ræktunarsambanda til þess að ganga inn í lægsta
tilboð. Réð sjónarmið stjómar Búnaðarfélags Islands í
þessu máli, en það fólst í því, að öll ræktunarsambönd
hefðu rétt til að ganga inn í lægsta tilboð, hvort sem
þau ættu skurðgröfur eða ekki. Vélanefnd hélt því hins
vegar fram, að forgangsrétturinn bæri eingöngu þeirn
ræktunarsamböndum, sem eiga og starfrækja skurðgröf-
ur, enda væri tilgangur laganna meðal annars sá að
vernda hag þeirra ræktunarsambanda, sem eiga og starf-
rækja skurðgröfur, eins og kemur fram í greinargerð
mcð lagafrumvarpinu. Vom menn sammála um þetta,
en í lögunum sjálfum stendur aðeins, að ræktunarsam-
bönd hafi rétt til að ganga inn í lægsta tilboö, hvert á
sínu ræktunarsvæði. Mun nú, skv. ósk vélanefndar og
stjómar Búnaðarfélags íslands, verða reynt að fá lög-
unum breytt á Alþingi þannig, að öll tvímæli verði tekin
af um þetta atriði.
3. Önnur störf
Fjármálaráðlierra skipaði mig í svokallaða verkstæða-
nefnd árið 1968. Nefndin lauk störfum í marz 1969 og
skilaði þá áliti um framtíðarskipan verkstæðamála ríkis-
ins. Munu tillögur nefndarinnar að miklu leyti hafa
verið samþykktar af ríkisstjórninni. Síðari hluta ársins