Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 128
122 BÚNAÐARRIT
á fóðrnm og það væri gert að vissu marki, kemur í l jós,
er á reynir, að fóðrið reynist víða laklegra að gæðum
en ætlað var og svo byrjaði veturinn með jarðbönnum,
sem sums staðar virðast augljós vetrarlangt nema sérlega
vel vori. Flutt var fóður milli landshluta, frá Norður-
landi til Suðurlands og Vesturlands, og nokkuð af lieyi
inilli sveita á Austurlandi. Þetta voru óumflýjanlegar
ráðstafanir fvrst í stað, en hér við bætist svo mjög mikill
innflutningur á kornvöru (kjarnfóðri) og kraftfóðri frá
útlöndum, sem sjálfsagt lilýtur að standa yfir vetrar-
langt.
Svo vel vill til, að erlend fóðurvara er ódýr, einkum
vegna þess, að loksins erum við Islendingar að opna
augun fyrir því, hve mikils það er vert að nota nútíma
tækni við fóðurflutninga, með því að flytja vöruna í
búlk til landsins og á sama hátt lausa heim til bændanna.
Við það sparast flutningsgjöld í stórum stíl, hafnargjöld
og þó einkum uppskipun í enn stærri stíl, og svo eru
pokarnir sparaðir og ýmisleg vinna á þeirri leið, sem
fóðrið hlýtur að fara frá hafnarstað erlendis heim til
íslenzka bóndans, sem þarf að hafa skilyrði til að taka
við fóðrinu lausu.
Verður slíkur spamaður sérlega mikils virði þegar
mjög mikið magn þarf að flytja til landsins, eins og
gerist þessi þrengingaár.
Þótt nokkuð hafi áunnizt á þessum sviðum, er þó
talsvert eftir enn til þess að standa á stigi nútímans, eins
og hjá öðmm gerist.
Okkur vantar sílórými á liafnarstöðum. Hefðum við
átt síló í þetta sinn, liefði verið í lófa lagið að haga inn-
kaupum á síðasta liausti þannig, að tugmilljóna liagn-
aður hefði orðið íslenzkum hændum í vil.
Sá háttur framtíðarathafna, sem liér að lýtur, er nú
á undirbúningsstigi. En ekki bólar enn á viðleitni til
að móta geymsluskilyrði, þar sem ísahætta vofir yfir,
það er á Norðurlandi sérstaklega, en þar þurfa að rísa