Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 144
138
BÚNAÐARRIT
Landgrœðslan 1969
Þrátt fyrir kal og grasleysi á öllu Suður- og Vesturlandi
sl. sumar, þá kom það ekki að sök innan landgræðslu-
svæðanna í þessum landshlutum, því öllum gróðri fór
mjög vel fram, þó sér í lagi í Þingeyjarsýslum, enda
tíðarfar þar eitt hið hagstæðasta, sem elztu menn muna.
Viðgerð á eldri girðingum hófst með seinna móti, sök-
um þess að frost, sem var með mesta móti í jörðu, fór
seint, einkum liér sunnanlands. Nýjar girðingar voru
ekki í eiginlegum skilningi, heldur var einstaklingum
og sveitarfélögum, sem fást við sandrækt að staðaldri,
lagt til girðingarefni, og á þennan liátt voru girtir um
12 km. Stærsta svæðið er í Kolbeinstaðahreppi.
Á sl. liausti var melskurður svo til enginn sunnan-
lands vegna tíðarfarsins, en á hinn bóginn var mel-
skurður með langmesta móti í Þingeyjarsýslum, og var
mestu af honum sáð þar nyrðra í fyrrahaust. Melsáning
á haustin liefur gefizt mjög vel, enda ekki liægt að
komast um liálendissvæðin fyrr en komið er fram á
sumar.
Tæpuin 500 tonnum af blönduðum áburði var dreift
með flugvélinni að langmestu leyti innan landgræðslu-
svæðanna og skiptist þannig: á vegum sveitarfélaga 75
tonn, á landgræðslusvæðin á Rangárvöllum 85 tonn, á
sandatúnin í Gunnarsliolti 60 tonn, í Landssveit, Rang.,
25 tonn, í Haukadalsgirðinguna 65 tonn, í Þorlákshöfn
30 tonn, á ýmis landgræðslusvæði í Þingevjarsýshim 150
tonn.
Ástæðan fyrir því, að dregið var úr dreifingu áburðar
úr flugvélum, var stórhækkun á innfluttum áburði frá
árinu áður, eða 40%. Áburður, sem notaður var á veg-
um Landgræðslunnar árið 1968, liækkaði yfir tvær millj.
króna.