Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 145
SKÝI5SLUR STAKFSMANNA 139
Eins og hin seinni ár var grasfræið, sem notað var á
örfokalöndin innan girðinganna, aðallega túnvingull.
Það fer ekki á milli mála, að ástæðan fyrir því, að
sveitarfélögin liafa dregið úr áburðarfluginu, er eingöngu
vegna verðliækkunar áburðar á sl. tveim árum, en á
þessum tíma liefur áburðurinn liækkað nær 80%.
Sveitarfélögin hafa sem kunnugt er greitt áburðinn
eins og hann kostar í Gufunesi, en Landgræðslan séð
um flutning og dreifingu. Eins og ég lief áðttr sagt, þá
hefur flugvélin að mestu leyst af hólmi fyrri aðferðir
við sáningu og áburðardreifingu á vegum Landgræðsl-
unnar. Flugvélin var á sínum tíma eitt stórkostlegasta
framfarasporið, sem stigið liefur verið á vegum Land-
græðslunnar.
Landgræðslan sá um framhaldsræktun í Þjórsárdal
fyrir Landsvirkjun, og var sáð í 35 liektara til viðbótar
því, sem áður var búið að sá í.
Landgræðslan dreifði áburði og fræi á svæði Lions-
klúbbsins Baldurs við Hvítárnes, en klúbburinn keypti
áburð fyrir sjötíu þúsund krónur. Á sl. ári var bætt við
sandatúnin í A.-Skaftafellssýslu, sem eru að verða 1000
hektarar að stærð.
Sáð var í um sextíu liektara svæði í Kolbeinsstaða-
hreppmun, lagði Landgra'ðslan lil bæði girðingarefni
og fræ. Þá lét Landgræðslan ýmsa bændur, sem fengust
við sandrækt, fá allmikið magn af grasfræi, víðs vegar
um landið.
Eins og kunnugt er þá hefur á undanförnum árum
verið rekið hér í Gunnarsholti allumfangsmikill sauð-
fjárbúskapur.
Til hans var fyrst og fremst stofnað til að afsanna þá
kenningu, að uppgræðsla örfoka lands annars vegar og
skynsamleg sauðbeit liins vegar gæti ekki farið saman.
Tel ég, að þetta hafi tekizt með ágætum liér í Gunnars-
liolti, þ. e. á örfokalandi. Hins vegar er fráleitt að hefta
uppblástur nema með algerri friðun.